Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 26
verður safnið að eiga helztu lykilrit að tímaritum: indexa, þar sem á skömmum tíma er hægt að fá yfirlit um, hvað skrifað hefur verið um ákveð- ið efni; og abstrakta, þar sem birtist samandregið efni bóka og tímarita, þannig að not- andinn getur sparað sér mik- inn tíma og ómak, sem færi í að lesa efnið óstytt og ákveða notagildi þess. Ennfremur verður læknis- fræðisafn sjúkrahúss að eiga góðan bókmenntakost á sviði undirstöðuvísinda, almennrar læknisfræði og hinna ýmsu sérsviða, er snerta verkahring sjúkrahússins. Hver deild sjúkrahúss hlýtur jafnan að eiga nokkurt handbókasafn, en óumdeilanlega er hagkvæm- ast, að sem mest af bóka- og tímaritakosti sé staðsett á safninu. Spjaldskrá safns verð- ur að ná yfir allan bókmennta- kost sjúkrahússins, bæði í safni og deildum. Þýðingarmestu þættir í þjón- ustu safnsins eru aðstoð við heimildaleit og útvegun efnis og upplýsinga frá innlendum og erlendum stofnunum. Læknisfræðisöfn sjúkrahúsa geta aldrei orðið fullnægjandi og sjálfstæð söfn. Það er að- eins með nánum tengslum við önnur söfn og safnmiðstöðvar, að þau geta veitt nauðsynlega þjónustu. Mikið skortir á, að tengslin milli heilbrigðis- og rannsókna- stofnana séu slík, að þau litlu söfn og safnvísar, sem þegar starfa hér, geti stuðzt hvert við annað. Þrátt fyrir stór inn- kaup læknisfræðilegra bók- mennta, eru þær lítt aðgengi- legar flestum, jafnvel kaup- endum sjálfum. Mörg dæmi eru þess, að læknar og aðrir hafi lagt á sig mikla fyrirhöfn við útvegun gagna frá erlendum aðilum, en síðar komið í Ijós, að ritin voru til hjá innlendum stofnunum. Mjög vantar á, að heildar- yfirlit náist yfir bókmennta- kost í heilbrigðisstofnunum og nýting hans og skipulag full- nægi lágmarkskröfrm. Þörfin á samskr aningu rita er augljós og brýn, og mjög aðkallandi er, að sterk og góð samvinna komist á með öllum þeim stofnunum og einstak- lingum hér á landi, sem kaupa og nota læknisfræðilegar bók- menntir. Lokamarkmið slikrar sam- skráningar og samvinnu hlýt- ur að verða stofnun læknis- fræðilegs miðsafns, sem yrði sjálfstæð eining háskólasafns og staðsett sem næst miðstöð kennslu í læknisfræði. Notkun og nýting slíks mið- safns mundi að sjálfsögðu ná til allra starfshópa, sem starfa að verkefnum innan læknis- fræði, heilsugæzlu og grund- vallargreina læknisfræðinnar (biomedioal sciences). Þannig yrði greiður aðgangur að safn- þjónustu fyrir læknastúdenta, hjúkrunarkonur, tannlækna, svo og stúdenta og sérfræðinga í grundvallargreinum, svo sem lífeðlisfræði, lífefnafræði, o. s. frv. Vísindalegum rannsóknum og læknamenntun er ekki hægt að halda uppi án vísindalegs bókasafns. Læknisfræðileg safnmiðstöð er því óhjákvæmi- legur þáttur í framtíðarskipu- lagi menntunar og rannsókna á íslandi. Kristín H. Pétursdóttir Kristín Þorsteinsdóttir GUÐMUNDUR SVEINSSON: BOKASAFN BIFRASTAR Að menntasetri sínu Bifröst í Borgarfirði eru samvinnu- menn að eignast óvenjulegt bókasafn. Það er á sérstæðan hátt tengt samvinnuhreyfing- unni í landinu og skólanum á staðnum. Gerð skal lítillega grein fyrir tilkomu bókasafns- ins og sérstöðu þess. Þegar Samvinnuskólinn var fluttur að Bifröst árið 1955, þótti eðlilegt að skólinn eign- aðist bókasafn til afnota fyrii nemendur og starfsfólk. Var þegar á fyrsta vetri myndaður vísir að slíku safni. Vísirinn var að sjálfsögðu smár, enda þurfti í mörg horn að líta, þar sem verið var að leggja grund- völl menntastofnunar, er mik- ils þurfti við í tækjabúnaði og kennsluaðstöðu. Hið fyrsta meiri háttar átak sem gert var í bókasafnsmáli Samvinnuskólans var að festa kaup á einkasafni er orðið gæti stofn. Einkasafn þetta átti Jón Emil Guðjónsson, forstöðu- maður bókaútgáfu námsbóka. Hér var um næsta alhliða bókasafn að ræða. Jón Emil hafði þó sýnilega lagt mesta áherzlu á að safna Ijóðabókum og ferðabókum. — Þá fékk skólinn um svipað leyti all- mikið af bókum og ritum, sem verið höfðu í eigu Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en safnazt á löngum tíma. Samvinnuskólinn hafði ekki verið starfræktur lengi í Bif- röst, þegar sú hugmynd kom fram, að eðlilegt mætti teljast að ákveðinn þáttur væri rík- astur og áhrifamestur í bóka- safni staðarins. Var þar átt við þátt félagsfræði, sociologiu. Heyrðust um það raddir, að sjálfsagt væri, að sköpuð yrði aðstaða í menningarmiðstöð samvinnuhreyfingarinnar til að kynna og sinna þeim fræð- um sérstaklega svo mjög sem þau tengdust félagsmálastarf- semi hverju nafni sem nefnd- ist. Ættu nemendur skólans og kennarar að hafa greiðan að- gang að gögnum, er fræddu um allt er kæmi við samfélag- inu, stofnunum þess og stefn- um, er áhrif hefðu á þróun þess og framvindu mála. Þrátt fyrir allmiklar umræð- ur, greinar og reyndar álykt- anir á kennarafundum skól- ans, er allt hneig í eina átt, varð minna úr framkvæmd- um. Má segja að skriður kæm- ist á málið fyrir óvænt atvik. Fyrrverandi skólastjóri Sam- vinnuskólans, Jónas Jónsson frá Hriflu, kom dag nokkurn að máli við undirritaðan. Hann hafði hugsað sér að gefa bóka- safni skólans nokkrar bækur, sagði hann, úr einkasafni sínu. Gjöfin var að sjálfsögðu þegin með þökkum. Það kom hins vegar í ljós að þær bækur, sem Jónas gaf skólanum, fjöll- uðu allar um félagsfræði, ein- mitt þá námsgrein, sem Jónas sjálfur hafði kennt á sínum tíma. Mun Samvinnuskólinn hafa verið eini skóli landsins, þar sem félagsfræði var meðal námsgreina og vakti það mikla athygli. Kennslu Jónasar í þeirri grein var líka viðbrugðið. Gjöf Jónasar tryggði bókasafni Samvinnuskólans eintök af ýmsum hinna þekktustu rit- verka á sviði félagsfræðinnar, svo sem bækur eftir Auguste Comte og Herbert Spencer. Annað var samt meira um vert. Bókagjöf Jónasar undir- strikaði á áhrifaríkan hátt hin fyrri sjónarmið og hvatti til framtaks. Eftir að gjöf Jónasar barst skólanum leið ekki á löngu, þar til sú tillaga var borin fram, að sérstök deild yrði stofnuð í bókasafni Bifrastar. Deildin átti að bera nafn Jón- asar Jónssonar, en þar skyldi safnað bókum og ritum félags- fræðinnar. Það var ljóst, að með þessari tillögu hafði hug- mynd bókasafnsins að Bifröst breytzt. Var það nú hugsað stærra í sniðum en áður og hlutverk þess skilgreint á ann- an veg en fyrr. Var nú í fullri alvöru talað um það, að bóka- safn Bifrastar yrði raunveru- lega bókasafn samvinnuhreyf- ingarinnar sem slíkrar, en Bif- röst miðstöð félagsfræða og samvinnufræða á hennar veg- um. — Það var í fullu samræmi við hið nýja viðhorf, að rætt var um að skapa að Bifröst aðstöðu til fræðistarfa og vís- indaiðkana í umræddum grein- um. Keppa átti að því marki að eitthvert fjölbreyttasta safn rita og bóka um félagsfræði og önnur skyld efni væri að finna að Bifröst. Þegar svo væri kom- ið, hlytu forráðamenn sam- vinnuhreyfingarinnar að gefa fræðimönnum kost á að dvelja að Bifröst til þess að vinna að verkefnum sínum og fræðum. Þetta nýja viðhorf til bóka- safns Bifrastar hlaut sérstaka áréttingu vorið 1965, þegar 80 ára afmælis Jónasar Jónsson- ar var minnzt í Samvinnuskól- anum. í tilefni afmælisins hafði stjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga ákveð- ið að leggja fram 80 þúsund krónur, sem ráðstafa átti til að leggja grundvöllinn að fé- lagsfræðideild bókasafnsins. Var jafnframt ákveðið, að sú deild yrði kennd við Jónas Jónsson. Deildinni var ætlað að tryggja, að þau fræði, er Jónas unni mest, skipuðu sér- stakan sess í bókasafninu, vektu athygli nemenda Sam- vinnuskólans og annarra, sem aðstöðu hefðu til afnota af safninu á hinum margvíslegu verkefnum og úrlausnarefnum þessara fræða. Hið fyrsta sem gert var eftir að umrædd peningagjöf barst skólanum var að afla upplýs- inga um viðameiri heildarút- gáfur erlendra bókaútgefenda um félagsfræði. Leiddi það til bess að allmiklum hluta gjafa- fjárins var ráðstafað til kaupa á alþjóðlegu bókasafni um félagsmál, International Libra- ry of Sociology and Social Reconstruction. Heildarútgáfa bessi hófst fyrir nokkrum ár- um á vegum hinnar kunnu bókaútgáfu Routledge and Kegan Paul í London. Hvata- maður útgáfu fræðirita um bióðfélagsmál var Karl Mann- heim, kunnur félagsfræðingur. Á þriðja hundrað bækur hafa til bessa komið út í ritsafninu, en útgáfunni er haldið áfram og ætlunin að kynna merkustu framlög á sviði félagsfræðinn- ar. — Jafnframt var skólanum tryggð áskrift að kunnu tíma- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.