Samvinnan - 01.04.1968, Side 64

Samvinnan - 01.04.1968, Side 64
kostar rétt að nefna stríð þetta í írak deilu milli Araba og Kúrda. Ýmsir leiðtogar hinna toorgaralegu flokka í írak hafa bæði fyrr og síðar lýst yfir stuðningi við kröfur Kúrda. Meðal arabísks almennings býr engin sérstök óvild til þeirra, en hins vegar veruleg og vax- andi til ríkisstjórnarinnar. Það hefur meira að segja komið nokkrum sinnum fyrir, að fjöldi þekktra og virtra borgara í Bagdað hafi sent ríkisstjórn- inni undirritaða áskorun um að verða við hinum hófsömu og réttlátu kúrdísku kröfum. Það var Mustafa Karadaghi, aðalfulltrúi Kúrda við yfir- standandi samningaumleitan- ir í Bagdað, sem hjálpaði mér í þetta sinn upp til Kúrdistans. Karadaghi var einn þeirra mörgu Kúrda, sem verið höfðu írakskir embættismenn, en yf- irgefið störf sín skömmu eftir að stríðið brauzt út og gengið í lið landa sinna í átthögun- um. Hann var á miðjum aldri, hafði numið stjórnlaga- og fé- lagsfræði við Kalíforníuhá- skóla og þá unnið fyrir sér jafnframt námi, gengið að því loknu í utanríkisþjónustuna og síðast verið aðalræðismaður íraks í Prag. Hærra var Kúrd- um ekki hleypt í utanríkis- þjónustunni. Þótt sendiherrar fraks væru nær hundrað tals- ins, var engan Kúrda að finna meðal þeirra. Hér ríkti sama misrétti og á öðrum sviðum. Vegna reynslu sinnar og menntunar var Karadaghi nú einn helzti ráðgjafi Múlla Mustafa Barzanis, leiðtoga Kúrda í írak. Karadaghi var ljúfur maður, rólegur í fasi, skemmtilegur viðræðu og velviljaður. Reynd- ar maður sem mér fannst myndi láta annað betur en að standa í harðri stjórnmála- baráttu. f frístundum sínum var það yndi hans að semja skáldsögur um daglegt líf í sveitum Kúrdistans. Hafði komið út ein bók eftir hann, annað bindi af tveim. Fyrra bindið hafði ritskoðunin læst niðri hjá sér, og gerðist þetta þó á tiltölulega frjálsum tíma snemma á stjórnarferli Kass- ems. Urðum við Karadaghi mestu mátar og ræddum oft og lengi saman síðar, er gott tóm gafst uppi í fjallalandinu. Ýmislegt hafði breytzt í frak til batnaðar fyrir ferðamenn frá því 1962. Skriffinnskan við ferðir inn og út úr landinu hafði stórminnkað. Aðeins fyr- ir ferðir til norðurhluta fraks, þ. e. til hins kúrdíska land- svæðis, þurfti sérstakt leyfi, sem í reynd var aldrei veitt. Eins og Kassem áður, gerði stjórnin allt, sem í hennar valdi stóð, til að breiða yfir uppreisn Kúrda. Landsvæði þeirra var lokað eins ramm- lega og unnt var og umheim- inum talin trú um, að deilan við þá væri endanlega leyst, aðeins illar tungur og ókunn- ugar héldu öðru fram. Gert hafði verið annað vopnahlé stríðsins þetta vor, þegar sýnt var, að 60 þúsund manna stjórnarher tækist ekki að vinna sigur á sveitum Kúrda, sem töldu ekki nema tíu til fimmtán þúsund vopn- aðra manna (fleiri rifflar voru ekki til). Er samið var um vopnahlé þetta, hét Aref að virða „þjóðernislegan rétt Kúrda innan íraks“, aflétta viðskiptabanni því, sem lagt hafði verið á Kúrdistan, leysa alla pólitíska fanga úr haldi og veita ríflega fjárhagsaðstoð til uppbyggingar „Norður-íraks“, eins og Kúrdistan nefnist á máli ríkisstjórnarinnar, en þar var nú að heita mátti öll byggð í rúst og neyð almennings mik- 11. Þetta haust var liðið hálft ár frá undirritun þessa samn- ings. Ekkert atriði hans hafði verið efnt af hálfu Bagdað- stjórnar, að afnámi viðskipta- bannsins undanteknu, sem jafnt var í þágu Araba og Kúrda. Vanefndir vopna- hlésins við Baþista vorið áður höfðu endurtekið sig, svik og samningarof. * * * Nú sem fyrir tveim árum yfirgaf ég Bagdað einsamall með leigubíl, sem vinir mínir höfðu útvegað mér. Stækju- hiti var um miðjan daginn, er við héldum af stað, og sól að vanda í heiði. Þegar áveitu- landinu umhverfis Tígris sleppti, tók við gróðurlítil, sól- brennd, leirborin og strjál- byggð Mesópótamíuslétta. Leið- in lá til Khanekin, smábæjar fraksmegin landamæranna við þjóðveginn til frans (Persíu). Fimm eða sex verðir stöðv- uðu okkur og skoðuðu vega- bréf og farangur. Og hverju sinni var hringt til næstu stöðvar og nöfn okkar gefin upp að því er bílstjórinn, sem var Kúrdi búsettur í Bagdað, sagði mér. Hringingarnar áttu að tryggja, að við færum á leið- arenda, þ. e. til fraks og voguð- um okkur ekki að hverfa ein- hvers staðar á miðri leið. Hin- ir kúrdísku uppreisnarmenn voru skammt undan. Samkvæmt áætlun þeirri, er Karadaghi hafði gert fyrir mig, komum við til Khanekin er dimmt var orðið. Þar átti ég að gista í öðru þeirra tveggja gistihúsa, sem þar er að finna, þótt bannað væri að stanza í bænum. Ef einhver færi að mögla, átti ég að segjast vera orðinn þreyttur og syfjaður og ekki vilja fara lengra. Khan- ekin er að mestu leyti byggð Kúrdum, en var þó á yfirráða- svæði stjórnarhersins, enda í syðsta horni hinnar kúrdísku byggðar í írak. „Pesh merga“ (pesh=and- spænis, merga=dauði), „þá sem bjóða dauðanum byrg- in“, nefndu Kúrdar her- menn sína. Sveit þeirra norð- ur af Khanekin hafði verið látin vita um komu mína, og þeir áttu nú að vera nokkrir saman borgaralega klæddir í bænum. Ég fékk umyrðalaust inni í öðru gistihúsinu og eftir nokkra stund kom til mín ung- ur maður og bar mér seðil, sem Karadaghi hafði skrifað í Bag- dað og skyldi vera mér merki þess að fylgja manninum. Gerði ég það og elti hann inn í hús, sem reyndist vera hitt gistihúsið í bænum. Þar inni í einu herberginu beið mín mað- ur á fertugsaldri, klæddur jakkafötum, hreystilegur að sjá og bersýnilega vanur úti- veru. Við kunnum enga tungu sameiginlega og ekki skildi ég nema örfá orð í kúrdísku. Hann gerði mér samt skiljan- legt, að hann væri foringi her- manna þeirra, sem gættu svæðisins fyrir norðan bæinn. Skyldi ég heldur gista í þessu gistihúsi. Klukkan átta í fyrra- málið kæmi leigubíll upp að anddyrinu og skyldi ég fara með honum. Innan örfárra stunda yrði ég þá í „kúrdíska“ Kúrdistan. Þótt götulýsing væri týru- leg, hafði ég veitt því eftirtekt að gistihús þetta var við hlið- ina á lögreglustöðinni. Er ég ympraði á þessu, brosti Kúrd- inn og gerði mér skiljanlegt, að ekkert væri að óttast. Tólf kúrdískir hermenn byggju i nótt í gistihúsinu og ættu und- ir öllum kringumstæðum að tryggja öryggi mitt. Bauð þessi hermannlegi maður mér síð- an góða nótt og hvarf. Gistihúsið var þeirrar teg- undar, sem algengust er á fá- farnari slóðum Austurlanda nær, gamalt „karavanseraí", og ætlað innlendum ferðalöng- um. Nokkrir sváfu saman í her- bergi og ekki skipt á lökum og koddaverum oftar en nauðsyn bar til, að það virtist ekki vera ýkja oft. Yfir sig fengu menn brekán, sem þó var lítil þörf á vegna hitans. í sveitum Kúrdistans er þrifnaður mun meiri en í bæjunum eða slétt- unni og jöðrum hennar. Næsta morgun fór allt á þann veg sem bezt mátti verða. Eftir stuttan akstur ókum við fram á mann við götuj aðarinn, sem virtist vera að gera við bifhjól sitt. Þetta var merkið, sem bílstjóri minn beið eftir. Þegar enginn bíll var sjáanleg- ur á þjóðveginum, ók hann bak við eina hæðina, sem þarna var við veginn, en maðurinn á bifhjólinu kom í humátt á eft- ir okkur. í skjóli við hæðina biðu okkar tveir menn á öðru bifhjóli. Þekkti ég þar mann- inn frá kvöldinu áður í gisti- húsinu. Hann var nú klæddur kúrdískum búningi með vefjar- hött og mittislinda og hinn vígalegasti að sjá með riffil um öxl, skammbyssu í beltinu og skotfærabelti um mitti og axlir. Hann benti mér brosandi að tylla mér á aftursætið. Og vart hafði ég komið mér fyrir á sætinu, er við þutum yfir veglaust og eyðilegt hæðlendið með félaga okkar tvo rétt fyr- ir aftan okkur. Hér voru síð- ustu arabísku hermennirnir í næsta nágrenni, og við þrædd- um lága staði meðal flatneskju- legra hæðanna. Pálmarnir, sem við sáum öðru hvoru umhverf- is Khanekin, hurfu sjónum okkar, og er við höfðum ekið Leiðsögumaður minn frá Khanek- in til Bamu-fjalls. 64

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.