Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 5

Andvari - 01.06.1963, Side 5
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON: Jean-Jacques Rousseau i Á þessu ári (1962) eru 250 ár liðin frá fæðingu Rousseaus og tvær aldir runnar síðan frægasta bók hans, Emil, eða um uppeldið, kom út. Með því að telja má, að rit þetta hafi markað tímamót í sögu uppeldis og uppeldisfræði og áhrifa þess gætir enn, þykir hæfa að minnast þessa atburðar með nokkrum hætti1). Mun fyrst verða rakinn æviferill Rousseaus, síðan drepið á nokkur helztu rit hans og þá sérstaklega Emil. Jafnframt verður rætt nokkuð um þau áhrif, sem rit Rousseaus hafa haft, og gildi þeirra fyrir okkur nú- tímamenn. Jean-Jacques Rousseau fæddist í Genf 28. júní 1712. Faðir hans, Isak, var ævin- týramaður og hafði ferðazt víða um lönd. Hann var úrsmiður að mennt, en stund- aði annað veifið jafnframt danskennslu. Forfeður hans voru franskir mótmælend- ur, sem flúið höfðu til Genf og setzt þar að. ísak var gáfaður maður, tilfinninga- næmur, bókelskur; hann unni mjög ætt- borg sinni og frelsi, en skorti geðjafn- vægi og ábyrgðartilfinningu. Móðir Rousseaus hét Suzanne Bernhard. Hún var af góðum borgaraættum, vel gefin, söngelsk og lífsglöð. Hún dó af barnsför- um nokkrum dögum eftir að hún hafði alið Rousseau. „Veikburða kom ég í þenn- 1) Grein þessi er að stofni til erindi, sem flutt var í hátíðasal Háskólans sunnudaginn 25. nóv. 1961. Hér birtist það nokkuð aukið. an heim“, segir hann, „ég kostaði móður mína lífið, og fæðing mín var hin fyrsta ógæfa mín.“ í Genf ríkti á dögum Rousseaus mikil siðavendni. Þótt mesta ofstækið væri þá rokið úr kalvínstrúnni, var J>að samt enn ærið. Ymsum veittist örðugt að beygja sig undir hinn stranga aga, sem tók til allrar hegðunar, og meðal þeirra voru sumir forfeður Rousseaus og foreldrar hans. Strangleiki og alvara kalvínstrúarinnar fylgdu þó Rousseau alla ævi. Hann var, þrátt fyrir ístöðuleysi sitt, einlægur al- vörumaður og hreintrúarmaður. Hann gerir nær aldrei að gamni sínu, honum stekkur nær aldrei bros, skopskyn og fyndni á hann varla til, svo mjög sem þessir eiginleikar voru þá í hávegum hafðir í Frakklandi. Rousseau ólst upp fyrstu tíu æviárin með föður sínum og föðursystur, sem reyndi að ganga honum í móðurstað. Annars voru þeir feðgar saman nær öllum stundum. Rousseau varð snemma læs og við 5 ára aldur lét faðir hans hann lesa upphátt skáldsögur fyrir sig, meðan hann vann að úrsmíðinni. Stundum sátu þeir feðgar uppi alla nóttina við lestur, þar til fuglakvak hófst. Sagði faðir hans þá stundum: „Við skulum fara að hátta, ég er enn þá meira barn en þú." Þessi óhóf- legi skáldsagnalestur hafði vafalaust miður góð áhrif á drenginn, æsti um of tilfinn- ingar hans og ímyndunarafl og sleit tengsl hans við veruleikann. Hin mikla ótrú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.