Andvari - 01.06.1963, Page 6
4
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON
ANDVARI
]ean-]acques Rousseau.
Rousseaus á uppeldis- og fræðslugildi
lestrar er eflaust runnið frá þessari reynslu
hans. Eina bók þreyttist Rousseau aldrei á
að lesa: Ævisögur Plútarks. Faðir hans
ræddi við hann um efni þessara ævisagna,
einkum þau atriðþsem verða máttu til þess
að glæða ást hans á frelsi og ættborg hans.
Hann sagði eitt sinn við son sinn: „Jean
Jacques, elskaðu ættjörð þína. Þú ert
Genfarbúi. Einhvern tíma munt þú
koma meðal annarra þjóða, en aldrei
munt þú kynnast neinni þjóð, sem lík-
ist þinni.“ Orð þessi báru ávöxt. Þótt
Frakkland yrði önnur ættjörð Rousseaus,
bar hann ávallt einlæga ást til ættborgar
sinnar. Með stolti kallar hann sig borgara
Genfar. Það var hinn eini titill, sem hann
vildi bera. Þó varð Rousseau eins konar
Húsavíkur-Jón. Genfarbúum þótti hann
of franskur og Frökkum þótti hann of
mikill Genfarbúi. Við hvoruga kom hann
skapi að fullu.
Þegar Rousseau var 10 ára gamall, varð
faðir hans að hverfa frá Genf sakir deilu,
sem hann lenti í, og upp frá því varð
samband þeirra aldrei náið og var honum
enginn styrkur að föður sínum, hvorki
fjárhagslegur né siðferðilegur. Næstu
fjögur árin er hann á vegum ættingja
sinna og hlýtur þar sæmilega fræðslu. Þá
cr honurn komið til náms hjá leturgrafara,
cn hann var hrottamenni og sætti
Rousseau þar illri meðferð. Strauk hann
loks frá meistara sínum og fór frá Genf
til Savoy-héraðsins í Frakklandi. Flækt-
ist hann þar um nokkurn tíma, unz hann
bar að garði kaþólsks prests. Veitti hann
honum mat og aðra aðhlynningu og taldi
svo um fyrir Rousseau, að hann tók því
líldega að taka kaþólska trú. „Fg seldi trú
mína fyrir brauð,“ sagði hann síðar. Sendi
prestur hann til aðalskonu einnar, frú
De Warens, en hún var að uppruna
Svisslendingur. Átti hún að snúa
Rousseau til kaþólskrar trúar.
Þegar fundum þeirra bar fyrst saman,
var Rousseau 16 ára, en hún 28 ára. Frú
De Warens var fríð kona, alúðleg, örlát,
allvel menntuð, en ekki við eina fjöl
felld í ástamálum. Hún heillaði Rousseau
með fegurð sinni og blíðu, og sá hann
þegar í henni staðgengil móður sinnar,
enda nefnir hann hana oftast mömmu.
Minntist hann hennar alla tíð með
óblandinni þakklátssemi. Átti hann at-
hvarf hjá henni fram undir þrítugt.
Rousseau fór hrátt í klausturskóla í
Torino í Italíu, þar sem hann átti að fá
fullkomna trúarfræðslu, og þar fóru
trúarskipti hans fram. Um tvö ár var
hann á flækingi í Ítalíu, lagði stund á ýmis
störf og lærði til hlítar ítölsku. Síðan sneri
hann aftur til frú De Warens, sem tók vel
á móti honum. Gerði hún ýmsar tilraunir
til þess að setja hann til náms, en þær
strönduðu á hviklyndi hans. Rousseau
var mjög söngelskur og var honum kornið