Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 9

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 9
ANDVARI ROUSSEAU 7 var sinn eiginn kennari. Hann fer lengi villt á hæfileikum sínum, fram undir fertugt telur hann sig tónlistarmann. Hann samdi mikinn fjölda sönglaga og nokkra söngleiki, ljóð og lög, eftir að hann kom til Parísar, og voru þeir fluttir í söngleikhúsum við góðar undirtektir, einkum söngleikur hans, Sveitaspámað- urinn. Árið 1749 gerast hin miklu tímamót í lífi Rousseaus. Vinur hans, Diderot, hafði verið hnepptur í fangelsi sakir greinar, er hann birti. Eitt sinn sem oftar er Rousseau á leið til Diderots, fótgangandi í steikjandi sólarhita. Leitaði hann for- sælu undir tré, tók hefti af tímaritinu Mercure de France upp úr vasa sínum og fór að blaða í því. Rekst hann þar á ritgerðarefni frá vísindafélaginu í Dijon: Hefur endurreisn vísinda og lista stuðlað að því að bæta siðina eða spilla þeim? Var verðlaunum heitið fyrir beztu rit- gerðina. Það var eins og Rousseau væri lostinn eldingu, og hefur reynslu hans stundum verið líkt við vitrun Páls postula. Rousseau lýsir þessari hugljómun sinni eða inn- blæstri svo: „Þegar ég las þetta, var sem nfr heim- ur opnaðist mér og ég vrði sjálfur nýr maður. Ég fann skyndilega, hvernig hug- ur minn varð alsjáandi í hirtu þúsund ljósa. Óteljandi fjöldi lifandi hugmynda ruddist fram í vitund mína í slíkri ring- ulrcið og af þvílíkum krafti, að yfir mig kom orðlaus sturlun. Mig svimaði sem væri ég ölvaður. Mig greip ákafur hjart- sláttur, ég gat ekki andað standandi og lét fallast niður undir tré við veginn. Þar lá ég um hálftíma í slíkri hugaræs- ingu, að þegar ég stóð upp aftur, sá ég, að vesti mitt var gegnbleytt af tárum, sem ég hafði fellt, án þess að taka cftir því. Ef ég hefði getað ritað fjórða hlutann af því, sem þá vitraðist mér, hefði ég dreg- ið fram í dagsljósið allar andstæðurnar í þjóðfélagi okkar. Hve ótvírætt hefði ég þá ekki sannað þá hugsýn mína, að mað- urinn er góður að eðlisfari og að það er einungis þjóðfélagsskipulagið, sem spillir honum."1) Rousseau vann nú af kappi að ritgerð- inni og hlaut verðlaunin. Dró hann þar mjög í efa, að menningarframfarir væru mannkyninu að öllu leyti til heilla. Reyndi hann að sýna fram á með forn- um og nýjum dæmum, að siðgæðinu, menningu hjartans, hefði hnignað að sama skapi sem listir og vísindi hefðu þróazt. Ef svo heldur fram, stefnir menn- ingin til böls og tortímingar. Kom þessi kenning Rousseaus eins og þruma úr heiðskíru lofti? Nei og já. Skoðun sú, sem hann hélt fram, var ekki ný, hún lá í loftinu, ýmsir höfðu imprað á henni. Annar af tveimur keppendum við Rousseau, Tailhé, komst að sömu niðurstöðu og hann. En glæsilegur stíll Rousseaus, einlægni og sannfæringarkraftur greindi hann þeg- ar frá öðrum menningargagnrýnendum. Hann trúði því, að nú væri um örlög mannkynsins að tefla. Þetta er neyðaróp manns, sem skynjar sjálfan sig og mann- kynið í hættu. í fyrsta sinni eru af spá- mannlegum anda og krafti og með skörp- um rökum bornar brigður á gildi þeirrar menningar, sem menn trúðu blint á af gömlum vana. Nútímamaðurinn kannast við sjálfan sig í ritum Rousseaus. Rök hans voru svo djúpsæ og víðtæk, að með nokkrum rétti má segja, að síðan hafi öll menningargagnrýni, sem stór er í snið- um og fer að kjarna máls, verið endur- ómur og tilbrigði af Rousseau. Hinir 1) í tilvitnunum í rit Rousseaus er hér sums staðar stuðst við og höfð hliðsjón af hýðingu Einars Olgeirssonar á þeim í hók hans um Rousseau. Sja heimildaskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.