Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 17

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 17
ANDVAKI ROUSSEAU 15 Frakkland og önnur lönd tugir skáldsagna í svipuðum dúr, romans de sentiments. Til Rousseaus má því rekja liinn nýja tjáningarhátt í list, sem síðan hefur verið kallaður rómantík. Játningar. Útgefandi Rousseaus, Ray, í Amsterdam, hafði farið þess á leit við hann, að hann ritaði ævisögu sína og átti hún að verða 1. bindi heildarútgáfu af verkum hans. Rousseau féllst á þessa tillögu. Ritaði hann Játningarnar á ár- unum 1765—1770. Ilann áræðir nú það, sem enginn maður hafði árætt fyrr, sem sé að rekja endurminningar sínar af fullri hreinskilni og draga ekkert undan. Eng- inn vafi leikur á því, að Rousseau gerði sér allt far um að vera hreinskilinn og sannsögull, þótt minni hans brygðist stundum, enda voru honum ekki tiltæk nein gögn, og ýmis konar missagnir og rangtúlkanir slæddust inn í frásögu hans, einkum seinni hlutann, sem fjallar um það skeið ævi hans, er hann þjáðist af ofsóknarhræðslu og dómgreind hans bil- aði á menn og málefni. Seinni hluti Játn- inganna snýst í varnarrit og endar á lítt skiljanlegum geðveikisórum. Upphaf Játninganna er á þessa leið: „Hér tekst ég á hendur verk, sem á sér ekkert fordæmi og mun ekki heldur verða neinum til eftirbreytni. Ég mun sýna meðbræðrum mínum mann eins og hann var í raun og sannleika. Og þessi maður er ég sjálfur. Ég einn. Ég þekki mitt eigið hjarta og ég þekki mennina. Ég er öðru vísi gerður en allir menn, sem ég hef kynnzt. Ef ég er ekki betri, er ég að minnsta kosti öðru- vísi. Hvort náttúran hefur gert rétt eða rangt, þegar hún braut form það, sem hún mótaði mig í, geta menn fyrst dæmt um, er þeir hafa lesið rit mitt. Látum básúnu dómsdags hljóma, hve nær sem er; með bók þessa í hendinni mun ég koma fram fyrir hinn æðsta dómara. Ég mun hrópa hárri röddu: Svona hef ég breytt, hugsað og verið. Ég hef sagt bæði frá góðu og illu af sömu hreinskilni. Hvorki hef ég þagað um neitt illt, né aukið við neinu góðu, og ef mér hefur orðið á að skreyta lítið eitt frásögn mína, hefur það aldrei verið nema til þess að fylla í eyður sakir minnisleysis míns. Ég hef talið sannleika það, sem ég vissi, að gat verið satt, en aldrei það, sem ég vissi, að var ósatt. Ég hef lýst mér eins og ég var, fyrirlitlegum og auvirðileg- um, þegar ég var þannig, en góðum, göfuglyndum og miklum, þegar ég var svo. Ég hef afhjúpað minn innra mann eins og þú, Eilífa vera, hefur séð hann. Safna þú um mig óteljandi fjölda með- bræðra minna, svo að þeir hlýði á játn- ingar mínar, andvarpi yfir ávirðingum mínum, roðni yfir breyskleika mínum. Komi svo sérhver þeirra að fótskör há- sætis þíns og opni hjarta sitt af sömu hreinskilni og ég, og segi svo einn ein- asti þeirra við þig, ef hann hefur djörf- ung til: „Ég var betri en þessi maður"." Rousseau átti fjölmarga einlæga að- dáendur. Aður en Játningar komu út, höfðu lesendur hans gert sér mynd af honum í samræmi við kenningar hans: Hann þjáist af ranglæti heimsins, en vill leggja fram sinn skerf til þess að bæta hann. Hann er hugsjónamaður, en í ýmsu breyskur og ístöðulítill og varast lítt tálsnörur heimsins. Hann breytti þó í meginatriðum eftir kenningu sinni, lifði einföldu lífi mest uppi í sveit. Hann hafnaði auðæfum og vegtyllum, sem hvorttveggja hefði getað fallið í hlut hans, ef hann hefði viljað þókknast valdamönn- um með smjaðri eða undanlátssemi. Hann vann fyrir sér á heiðarlegan hátt og lét ekki baslið smækka sig. Þrátt fyrir minni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.