Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 31

Andvari - 01.06.1963, Page 31
GYLFI Þ. GÍSLASON: Dr. PÁLL ÍSÓLFSSON SJÖTUGUR Rœða, jlutt í afmœlishófi, höldnu til hciðurs dr. Páli ísólfssyni á sjötugsafmœli hans 12. ohtóbcr 1963. I einu stórbrotnasta kvæði, sem ort hef- ur verið, kvæði Schillers um listamenn- ina, segir skáldið við manninn: ,,Dein Wissen teilest du mit vorgezognen Geistem, Die Kunst, o Mensch, hast du allcin". „Þekkingin er sameign þín og anda sem á undan fóru, en listina átt þú, rnaður, einn“. Schiller kveður listina „morgunhlið hins fagra“, leiða manninn í sannleika og til vitundar um siðræna skyldu sína. Ást á því, sem fagurt er, leysi manninn und- an oki ástríðna, skyldan verði honum innra lögmál, ekki þvingun að utan. Það sé hlutverk listamanna að lyfta manns- andanum til æðri lifsnautnar. Schiller segir við listamcnnina: „Der Menschheit Wiirde ist in cure Hand gegeben, Bevvahret sie!“ „Virðing mannkyns hefur verið lögð í hönd yðar. Varðveitið hana!“ Þegar ég færi dr. Páli ísólfssyni ham- ingjuóskir á sjötugsafmæli hans og flyt honum þakkir fyrir allt það, sem hann hefur verið Islandi, fyrir allt, sem hann mun ávallt verða íslenzkri þjóð, meðan til er íslenzkt eyra, þá kemur mér fyrst í hug stórbrotinn óður Schillers um lista- mennina og hlutverk þeirra. I áratugi hefur Páll ísólfsson flutt íslendingum þann boðskap, sem Schiller ætlaði sönn- um listamönnum að flytja, boðskap þeirr- ar listar, sem frelsar með sannleikanum, agar með fegurðinni, veitir lífsnautn með snillinni. Fyrir þetta ber öllum okkur, — öllum íslendingum, að þakka Páli ísólfs- syni. Tónlistin er undursamleg list, ef til vill undursamlegust allra lista. I stórbrotn- ustu verkum tónbókmenntanna birtist einhvær mesta snilligáfa, sem mannsand- inn hefur búið yfir, en jafnframt stórkost- legur lærdómur, margslungin kunnátta, þrotlaus vinna. Líklega er tónlistin skýr- asta dæmi á sviði allra lista og allra vís- inda um það, að andleg afrek eru ávallt árangur samstarfs snilldar og lærdóms, hugmyndaflugs og strits. En tónlistin býr yfir sérstökum töfrum. Einn ljúfasti leyndardómur hennar er, að hún túlkar það, sem hvorki verður sagt né heldur þagað um. Schiller sagði um tónlistina:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.