Andvari - 01.06.1963, Síða 31
GYLFI Þ. GÍSLASON:
Dr. PÁLL ÍSÓLFSSON
SJÖTUGUR
Rœða, jlutt í afmœlishófi, höldnu til hciðurs dr. Páli ísólfssyni
á sjötugsafmœli hans 12. ohtóbcr 1963.
I einu stórbrotnasta kvæði, sem ort hef-
ur verið, kvæði Schillers um listamenn-
ina, segir skáldið við manninn:
,,Dein Wissen teilest du mit vorgezognen
Geistem,
Die Kunst, o Mensch, hast du allcin".
„Þekkingin er sameign þín og anda
sem á undan fóru,
en listina átt þú, rnaður, einn“.
Schiller kveður listina „morgunhlið
hins fagra“, leiða manninn í sannleika og
til vitundar um siðræna skyldu sína. Ást
á því, sem fagurt er, leysi manninn und-
an oki ástríðna, skyldan verði honum
innra lögmál, ekki þvingun að utan. Það
sé hlutverk listamanna að lyfta manns-
andanum til æðri lifsnautnar. Schiller
segir við listamcnnina:
„Der Menschheit Wiirde ist in cure
Hand gegeben,
Bevvahret sie!“
„Virðing mannkyns hefur verið lögð í
hönd yðar.
Varðveitið hana!“
Þegar ég færi dr. Páli ísólfssyni ham-
ingjuóskir á sjötugsafmæli hans og flyt
honum þakkir fyrir allt það, sem hann
hefur verið Islandi, fyrir allt, sem hann
mun ávallt verða íslenzkri þjóð, meðan
til er íslenzkt eyra, þá kemur mér fyrst
í hug stórbrotinn óður Schillers um lista-
mennina og hlutverk þeirra. I áratugi
hefur Páll ísólfsson flutt íslendingum
þann boðskap, sem Schiller ætlaði sönn-
um listamönnum að flytja, boðskap þeirr-
ar listar, sem frelsar með sannleikanum,
agar með fegurðinni, veitir lífsnautn með
snillinni. Fyrir þetta ber öllum okkur, —
öllum íslendingum, að þakka Páli ísólfs-
syni.
Tónlistin er undursamleg list, ef til
vill undursamlegust allra lista. I stórbrotn-
ustu verkum tónbókmenntanna birtist
einhvær mesta snilligáfa, sem mannsand-
inn hefur búið yfir, en jafnframt stórkost-
legur lærdómur, margslungin kunnátta,
þrotlaus vinna. Líklega er tónlistin skýr-
asta dæmi á sviði allra lista og allra vís-
inda um það, að andleg afrek eru ávallt
árangur samstarfs snilldar og lærdóms,
hugmyndaflugs og strits. En tónlistin býr
yfir sérstökum töfrum. Einn ljúfasti
leyndardómur hennar er, að hún túlkar
það, sem hvorki verður sagt né heldur
þagað um. Schiller sagði um tónlistina: