Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 35

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 35
SIGURÐUR SIGURMUNDSSON: Draumar Jóreiðar Eins og kunnugt er, liafa fæstir liöf- undar hinna fomu íslcnzku rita látið nafns síns getið. Svo er og um sagnasafn það er Sturlungasaga hefur verið kallað. Um uppruna hennar og höfund hafa skoðanir fræðimanna verið mjög á reiki allt frá því á 17. öld og fram undir vora daga. Fyrstur benti Guðbrandur Vigfús- son á það, að Þórður Narfason lögmaður á Skarði á Skarðsströnd, d. 12. maí 1308, hefði steypt sögum þeim og sagnabrotum sem Sturlungu fylla, saman í eina heild. Síðan hafa rannsóknir annarra beinzt í þessa sömu átt þannig, að undir þessa skoðun hafa runnið æ fleiri og styrkari stoðir, svo að líkur þær sem tíndar hafa verið til og færðar fram, stappa nú nærri fullri vissu. Höfuðrit og aðalkjarni alls þessa mikla sagnabálks er Islendingasaga Sturlu lög- manns Þórðarsonar (d. 1281). Niðurstaða af rannsóknum fræðimanna hefur orðið sú, að hún sé rituð á efstu árum Sturlu og hann látizt frá henni. Enda beri sagan það með sér, að hún sé fremur sögusafn heldur en fullgerð, fastmótuð saga. Höf- undur Sturlungu, sem nú er talinn Þórð- ur Narfason, var samtímamaður Sturlu, og heimildir geta þess, að þeir hafi verið samtíða um skeið. 1 formála fyrir ritinu getur hann þess á hvaða heimildum Sturla byggði verk sitt. Honum farast m. a. svo orð: „Og hafði hann þar til vísindi af fróðum mönnum, þeirn er voru á öndverð- um dögum hans, en sumt eftir bréfum þeim, er þeir rituðu er þeim voru samtíða er sögurnar eru frá. Marga hluti mátti hann sjálfur sjá og heyra, þá er á hans dögum gerðust stórtíðinda." Fræðimenn telja augljóst hvar íslend- ingasaga hefst, en mjög vafasamt hvar hún endar. Óvíst hvort Sturla hafi ritað síðustu kafla hennar. Sagan hefst árið 1183. Talið er, að hún sé fyrst rituð sem framhald nokkurra eldri sagna, sem Sturla hafi allar þekkt, en forðazt sem unnt var að taka efni úr þeim í hina nýju sögu. En á hinni erfiðu leið sagnaritarans gegn- urn þrengingar efans um val efnis til verksins, stækkar sagan smám saman og víkkar í höndum hans, nálgast það að verða þjóðarsaga, hið svellandi og ólg- andi líf samtíðarinnar. Talið er víst, að Sturla lögmaður hafi bæði þekkt Þórðarsögu kakala og Þorgils- sögu skarða og þær hafi því verið ritaðar fyrr en íslendinga saga. En auðsætt er, að hann hefur sneitt hjá efni þeirra eins og kostur var, nema á stöku stað þar sem honum hefur þótt nauðsyn bera til vegna söguþráðar að geta sömu atburða. íslend- ingasögu er skipt niður í 200 kapítula. Kafli nr. 188 fjallar að mestu um það, þegar Hrafn Oddsson og Eyjólfur Þor- steinsson ofsi felldu Odd Þórarinsson í Geldingaholti. Hann endar á frásögn þeirri, að Randalín Filipusdóttir, ekkja Odds, hafi setið með börnum þeirra tveimur í búi sínu á Valþjófsstað. Síðan segir: „Nú leið veturinn og vorið. En 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.