Andvari - 01.06.1963, Síða 38
36
SIGURÐUR SIGURMUNDSSON
ANDVAIU
er þér til Hrafns?" segir hún. „Leiðir eru
mér allir svartir fuglar," segir draum-
konan. „Hvernig er þér til Þorgils
skarða?" segir mærin. „lllir þykir mér
allir þeir fuglar, er í sitt hreiður skíta.“
Síðan kvað hún: Seg Þorvarði | þessa
grímu |ungum auðskata | ef þig eftir
spyr. | En þótt þig eigi | cftir fregni | þá
skaltu segja | syni oddvita. | Vísan er út-
lögð: Segðu Þorvarði, hinum unga höfð-
ingja frá þessari nótt, ef hann spyr þig.
En seg honum samt þótt hann þig eigi
eftir spyrji. Þessi síðasta vísa vitnar um
það, að draumkafli þessi er fyrst og fremst
kominn þarna inn varðandi Þorvarð Þór-
arinsson. Hann mun skrifaður nokkru
eftir að atburðir þeir sem draumarnir eru
tengdir gerðust. Sennilegast er, að hin
unga mær hafi kynnzt Þorvarði á alþingis-
ferðum hans um Laugardal og verið
hann svo minnisstæður, að dreyrnt hafi
hana drauma, sem umtalsverðir þóttu, en
síðan hafa aukizt og vaxið í meðförum á
leiðinni frá manni til manns. En merki-
legastir eru þcir þó fyrir það, að þarna
kemur fram hvorki meira né minna en
spegilmynd af öllum stjórnmálamönnum
þessara tíma, þeim sem valdamestir voru
og urðu, færð fram í nýstárlegu tákn-
máli. Hér túlkar höfundur Sturlungu
skoðanir sínar eða sinnar samtíðar á fyrir-
mönnum þjóðarinnar í skini verka þeirra
og athafna, varðandi eitt afdrifaríkt stór-
mál — endalok þjóðveldisins.
Merkilegt má það teljast, að draum-
konan nefnir sig Guðrúnu Gjúkadóttur.
Hún hefur þá er sagan var rituð, verið
um árabil þekkt persóna í hugum Islend-
inga úr Eddukvæðum og Fornaldarsögum
Norðurlanda, sem þá hafa þó verið ó-
skráðar. Þessi ægigrimma fornkona úr
heiðnum sið, eiginkona Sigurðar Fáfnis-
bana, birtist hér á sviðinu sem persónu-
gervingur allrar hinnar íslcnzku þjóðar
og túlkar nú á dulbúinn hátt gagnstæð
sjónarmið við þá söguskoðun, sem sagna-
ritunin skapaði og síðan hefur gilt. At-
hyglisvert er það, að draumkonan segir
við meyna, þá er hún hafði birzt henni
í þriðja sinn: „Nú hefur þetta þrisvar
borið fyrir þig, enda þrisvar allt forðum.
Það er og eigi síður að góð er guðs þrenn-
ing.“ Idér er hún enn látin ítreka rnikil-
vægi þess boðskapar, sem hún hafði að
flytja.
Skal nú huga nokkuð gerr að því, sem
draumkonan segir um fjóra þá valdamenn
þjóðarinnar á þessum tíma, sem mestu
gátu ráðið um framtíð hennar og örlög.
„Allir þykir mér þeir góðir fuglar, sem
hátt fljúga," er sá vitnisburður, sem Þor-
varður Þórarinsson fær hjá henni. Er
hann henni og mjög hugstæður, eflaust
vegna eindreginnar afstöðu hans gegn
hinu erlenda valdi. En vitnisburður sá,
sem Hrafn Oddsson fær: „Leiðir eru mér
allir svartir fuglar," er allt annað en góð-
ur. Þrátt fyrir marga og góða kosti þessa
forustumanns, þá hefur hann borið ein-
kenni hins slynga stjórnmálamanns, verið
beggja handa járn, jafnan hagað seglum
eftir vindi á hverjum tíma. En hér bcinir
draumkonan sennilega geiri sínum að
honum vegna framkomu hans í brúð-
kaupsveizlunni á Flugumýri, á undan
brennunni, sem hann var mótfallinn, en
bar þó ekki gæfu til að afstýra. Hin háðu-
legu og niðrandi ummæli hennar um
Þorgils skarða á þessum vettvangi, þurfa
raunar engan að undra. Hann hafði til
þeirra unnið með framferði sínu og
þjónkun við vald konungs í þágu eigin
metorðagirndar.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að minning mesta valdamanns þessa tíma-
bils — Gissurar jarls Þorvaldssonar —
hefur eftir dómi sögunnar í hugum ís-
lendinga löngum verið orpin þungum
skugga. Eftir því áliti hefur hann verið
talinn öðrum samtíðarmönnum sínum