Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 44
42
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON
ANDVAEl
sinni sem oFtar, er ég var staddur við
Barnafoss, gekk ég fram með hraun-
ltambinum norðan árinnar og austan
fossins. Sá ég þá á einum stað, þar sem
áin hafði í flóðum rofið urðina undir
kambinum, hvar greina mátti þunnt,
svart jarðlag undir hraunhellunni. Ekki
gat ég ímyndað mér að hér væri urn ann-
að að ræða en leifar þess lands er forðum
grófst undir hrauni, og var þó enginn
maður til þess að segja um fyrir víst hvort
svo væri. Er það fræðimanna einna á því
sviði að ráða í rúnir hinna liðnu alda,
raða þar saman líkindum og vissu, unz
það verður heild og opinberun, sem áður
var leyndardómur þagnar og fyrnsku.
Enn má láta sér í hug koma, er maður
stendur á Hraunsásnum, að hér sér vítt of
land mikilla sagna. Sumar þær s'águr, svo
sem Gunnlögs saga ormstungu, hafa okk-
ur verið eftirlátnar í Ijósri og listrænni
heild ágætra höfunda, en af öðrurn hafa
geymzt brot ein, svo dul að það rétt örlar
á þeim í dökkum vegg fyrnskunnar, sem
seint eða aldrei verður rofinn.
í brekkuhalli, sunnan undir ásnum,
stendur bærinn Hraunsás í túni sínu. En
við rætur túnsins verður dalur í landið.
Hann liggur allt frá Hvítá við austurenda
ássins og þversker ásinn vestanmegin túns
í stefnu til árinnar þar sem nú rennur
hún. Er dalurinn þar mjög djúpur og
þröngur með flughröttum urðarhlíðum og
stórgrýti á botni. Þar heitir Melrakka-
dalur, nú oftast í daglegu rnáli nefndur
Skolladalur og er hvortveggja nafnið
einnar og sömu merkingar. Um þennan
dal getur Landnáma, þar sem segir frá
landnámi Hrosskels, þess er nam Hvítár-
síðu milli Kjarrár og Fljóta. Þar segir svo:
Þórarin vá Músabölverkr er hann bjó
í Hraunsási, þá lét hann gera þar virki
ok veitti Hvítá í gegnum ásinn, enn áðr
fell hon um Melrakkadal ofan. Illugi ok
Tindr sóttu Bölverk í virkit. En þessi
Þórarinn, sem Landnáma hér segir frá,
var bróðir Illuga svarta á Gilsbakka og
Tinds á Hallkelsstöðum, en þeir voru
synir Hallkels, sonar Hrosskels landnáms-
manns. Landnáma er um flest óljúgfróð
og er löngum til hennar vitnað. Þó hef
ég heyrt það af rnunni mikils meistara
norrænna fræða, að hér hljóti að vera
missögn, um Melrakkadal hafi Hvítá
varla runnið eftir að byggð hófst í land-
inu. Samt stendur sögnin og heldur uppi
merki sínu, og víst er dalurinn gamall
farvegur mikils fljóts. En undarlega hefur
hún verið sett, á þeirn tíma, þessi skógar-
vin sunnan hins úfna og ógreiðfæra
hrauns á aðra hönd, en á hina aðþrengd
af I lvítá og skorin frá þeim gróðurlend-
urn, sem nú eru heimaland Hraunsáss.
Mundi hér ekki forvitnilegt um að litast
þeim, er skil kunna á þeim dráttum, er
saga og tími rista í andlit móður jarðar?
Og ekki fæ ég að fullu skilið hvers vegna
þessi bær sunnan Hvítár, sem ekkert
hraun á í landi sínu, hefur frá fyrstu tíð
byggðar í landinu verið kenndur til
hraunsins norðan ár, ef hann hefur ekki
verið tengdur því á einhvern hátt, þá er
honum var gefið það nafn er enn ber
hann.
En snúum nú til árinnar, þar er nú
fellur hún milli áss og hrauns, ýmist blá
og tær, með lit þess vatns er miðla henni
lindir Hallmundarhrauns, eða ,gráskolug
og þykk af jökulgormi, ef Geitá eða önn-
ur aðföll undan jökulrótum hafa náð yfir-
hönd urn litgjöf hennar, en alltaf á þess-
um stað straumþung og ábúðarmikil, og
þar er Barnafoss.
Hann hét að fornu Bjarnafoss og veit
nú enginn af hverjum sökum hann hlaut
þá nafngift, né heldur hitt hversu lengi
hann hefur borið það nafn. Ekki er hann
mikill foss í venjulegri merkingu, og er
hitt einkennilegra hversu áin dylur sig
þarna í þröngum undirgöngum. En um