Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 51

Andvari - 01.06.1963, Side 51
ANDVARI BURTFOR 49 um neðar en bæjarhóllinn. Snjórinn á þakinu var byrjaður að bráðna og renna í lækjum niður í garðinn, og öðru hvoru féllu klakastykki með háværum skruðningum ofan járnið og lentu með dynk í garðinum. Leiði gömlu konunnar, móður bóndans, stóð nýorpið austur undan kirkj- unni. Hún hafði dáið snemma um vorið úti á sjúkrahúsi og verið flutt til kirkjunnar stuttu síðar. Ég minntist þess ekki, að framliðin manneskja hefði áður verið mér svo nálæg eftir dauðann. Hún hvarf varla úr huga mér þennan tírna, senr hún stóð uppi, nema á næturnar, því hana bar ckki í drauma mína fremur en annað nýdáið fólk. Ég hafði verið einn þeirra, sem báru hana út að gröfinni eftir mikinn yfirsöng inni í kirkjunni. Og þcgar sonur hennar steig fram á bakkann til að signa yfir kistuna, vissi ég, að veru hans í dalnum var lokið og för hans ráðin út í veröld, sem var næstum eins framandi og sú, er móðir hans hafði nú verið kvödd inn í, södd lífdaga. Ég sá að bóndinn var kominn út á hlaðið eitthvað að dunda í kringum bílinn. Það gat varla dregizt lengi úr þessu, að hann legði af stað. Og þótt hann vildi slá förinni eitthvað á frest, gat það aldrei orðið nema stutt, hann myndi ekki láta vini sína spyrja slík veikleikamerki uin sig að lokum, þó honum stæði á sama um hvað aðrir segðu. Ég heyrði ekki þegar bíllinn fór í gang, en sá hann hyljast þykkum reyk- mekkinum frá útblástursrörinu, unz vélin var orðin heit. Þá tók hann bílinn af stað aftur á bak og sneri honum, ók sfðan hægt út hlaðbrekkuna og ofan með henni, þangað til hann hvarf niður á eyrina þar sem vaðið var á ánni. Vor- ilóðin voru löngu úr henni, og hún lá niður í grjóti, gegnsæ og sakleysisleg eftir kalda nóttina. Við höfðum vaxið úr grasi á bökkum hennar, kallazt á yfir strauminn, og þar hafði æska okkar legið eftir. Áin var í senn andstreymi okkar og von. Hún var okkur farartálmi, þar til hana lagði á vetrum. En fyrir bragðið skorti samvistir okkar aldrei þá uppáfinningasemi, er vinnur bug á h versdagsleikan um. Þegar tunglskinið var komið niður í miðjar brekkurnar á móti, hljóp ég yfir á grundina þar sem húsin höfðu staðið og við mæltum okkur löngum mót. Það var oft, að við lögðum af stað upp Röðulinn með sleðann í togi í sama mund og garnli bóndinn kom út úr húsunum frá því að hygla fénu. Hann hýsti það seint ef veður voru hæg. Og hann bað okkur að fara gætilega og vera ekki með hávaða í kringum húsin, svo féð hefði ró til að hvílast. Síðan brá hann höndum aftur fyrir bak og hvarf okkur ofan í myrkvað gilið. Við biðum þess í geigvænni þögn að hann kæmi upp í birtuna hinumegin. Brattinn leyndi á sér, svo það gat tekið nokkurn tíma að feta sig áfram eftir hörðu hjarninu. Við komumst aldrei nema tvær ferðir á kvöldi og ekki nema eina í 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.