Andvari - 01.06.1963, Side 52
50
GUDMUNDUR IIALLDÓRSSON
ANDVARl
mikilli hálku. Við létum líða úr okkur í dokkinni, það lengdi líka tilhlökkunar-
tímann og jók spennuna. Þar hátt uppi lá veröldin fyrir fótum okkar, fljótandi
í kynlegri birtu. Á leiðinni niður skvnjaði ég fátt nema hraðann og storminn í
fangið og óttann við að bóndinn gæti ekki stöðvað sleðann áður en hann
stevptist með okkur í gilið.
Hann skildi hifreiðina eftir niðri á veginum og kom gangandi heim
tröðina. Hann fór sér hægt og stanzaði til að h'ta í kringum sig. Það var eins og
hann væri hér ókunnugur. Þegar hann kom heim, spurði hann hvort fólkið
væri inni. Ég sagði honum það væri allt inni. Hann fór hvorki úr úlpunni né
skónurn fram í dyrum, eins og hann var vanur, og sagðist ekki ætla að stanza
neitt. Það var fátt sagt þessa stund sem hann stóð við, nema hann bað um að
ekki yrði haft fyrir kaffi handa sér, og eitthvað var talað um, að þetta ætlaði
að verða kalt vor. Þegar hann gerði sig líklegan til að kveðja, sögðust foreldrar
mínir ætla að koma út á hlaðið. Ég sá þau urðu ekki samferða inn aftur, heldur
gengu sitt í hvora áttina, hann suður með bænum, hún út að húsunum; þó
vissi ég ekki til þau ættu þangað erindi.
Það tók að birta ylir Norðurlandsveginum. Bóndinn hafði hraðan á ofan
varjrann og náði mér strax. Ég fann að þunginn fyrir brjóstinu leitaði upp í
hálsinn, þrýsti að raddböndunum, og mér þótti gott hann sagði ekki neitt. Við
vorum vanir að þegja saman, þajð olli engum erfiðleikum nú fremur en áður.
Við áttum fáein skref ófarin niður að bílnum. Ég sá hann var öðru hverju að
líta til lofts.
— Mér sýnist hann vera að breyta um átt, sagði hann.
- Já, sagði ég.
— Og hann er heldur að hlýna, hélt hann áfram.
— Kannski.
— Vonandi snjóar hann ekki meira í vor.
— Maður vonar það.
— Sumarið getur svo sem orðið gott.
— Já, ef hann breytir til.
— Hann breytir áreiðanlega til.
Á eftir reyndi ég að rifja upp, hvað við höfðum verið að tala um. Við
staðnæmdumst á veginum, stýrismegin við bílinn. Það var ekkert sagt, það var
búið að segja allt nema það, sem ekki var hægt að koma orðum að. Hann
kveikti sér í sígarettu. Það gladdi mig að sjá, hvað hann tók þessu rólega. Hefði
ég ekki fundið herpinginn í raddböndunum og þennan þunga tómleika fyrir
brjóstinu, hefði ég getað látið mér detta í hug, að bóndinn væri að skreppa
snögga ferð út í kauptúnið og kæmi aftur um kvöldið.