Andvari - 01.06.1963, Side 56
54
ÆVAR R. KVARAN
ANDVARI
Stanislavskí sem Gaéi> / Kirsiberjagarðinum.
og samræma það lífi hlutverksins“ varð
einmitt grundvöllurinn að hinu fræga
kerfi Stanislavskís.
Arið 1888 stofnaði Stanislavskí ásamt
öðrum góðum mönnum Lista- og bók-
menntafélagið í Adoskvu. Og nú fór hann
sem leikstjóri og leikari að leita að leik-
húsi þar sem leyfilegt væri að útrýma
landlægri tilgerð í leiklist. Félag þetta
lagði grundvöllinn að Listaleikhúsinu i
Moskvu og varð til þcss að mynd.i sam-
starf við hinn fræga Nemirovistj-Dan-
chenkó.
Sem leikstjóri og listaráðunautur Lista-
leikhússins í Moskvu sviðsetti Stanis-
lavskí yfir fimmtíu leikrit eftir ýmsa höf-
unda, svo sem Maeterlinck, Goldoni, Ib-
sen, Alexei Tolstoy og Leó Tolstoy. A
tuttugu og fimm árum lék Stanislavskí
mörg eftirminnileg hlutverk, svo sem:
Llriel í Riel Acosta, Astrov i Vanja
frænda, Stockman í Óvimim þjóðfélags-
ins, Vershinin í Þrem systrum, Gaév í
Kirsiberjagarðimnn og Rakitin í Mánuði
í sveitinni.
„Maður . . . enn hve orðið er hljóm-
fagurt“, heyrðist í fyrsta sinni af vörurn
Stanislavskís, er hann lék Satin í Undir-
djúpunum cftir Gorki. Verk Stanislavskís
voru æ síðan endurspeglun þessarar trúar
hans á manngildið.
Leikaðferð Stanislavskís er bezt lýst í
hinum tveim einstæðu bókum hans Líf
í listum og Leikarinn undirbýr sig. Ef til
vill hefur bandaríski leikstjórinn Lee
Strasberg bezt lýst þýðingu Stanislavskí-
kerfisins, er hann segir: „Stanislavskí-
kerfið er ekkert framhald af því, sem
áður heíur verið skrafað og skrifað um
leiklistarmál. Það er hreint brot á hefð-
bundnum kennsluaðferðum í leiklist. Það
reynir að skilgreina, bvers vegna leikari
cr góður citt kvöld en slærnur annað, og
gcrir manni grein fyrir því, hvað gerist í
rauninni, þegar leikari leikur.“ Aðferð
hans hefur hvarvetna reynzt vel. Alls
konar leikhús og lcikarar hafa skapað
framúrskarandi verk með því að notfæra
sér þá þjálfunaraðferð, sem grundvallast
á meginreglum Stanislavskís. Meginkost-
ur þeirra liggur í því, að þar er aldrei um
stælingar að ræða, heldur frumleg, skap-
andi verk. En það er einmitt tilgangur
hugsjónar Stanislavskís. Hann kennir
okkur ekki, hvernig á að leika þetta hlut-
verk eða hitt, heldur hvernig við eigum
að fara að því að skapa það á frumlegan
hátt. Hann kennir okkur að hugsa sjálf-
stætt.
Eins og orðið hefur hlutskipti margra
brautryðjenda, hefur Stanislavskí eign-
azt bæði mikla aðdáendur og ötula and-
stæðinga, þegar rætt er um kenningar
hans. Eins hafa skoðanir verið skiptar um
hann sem leikara, eins og gengur. En
hvað sem því líður, þá er hitt vist, að
sjálfur vildi hann fyrst og fremst láta
h'ta á sig sem leikhúsmann, leikstjóra og
höfund leikaðferðar þeirra, sem við hann
er kennd og hefur haft gífurleg áhrif á