Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 56

Andvari - 01.06.1963, Page 56
54 ÆVAR R. KVARAN ANDVARI Stanislavskí sem Gaéi> / Kirsiberjagarðinum. og samræma það lífi hlutverksins“ varð einmitt grundvöllurinn að hinu fræga kerfi Stanislavskís. Arið 1888 stofnaði Stanislavskí ásamt öðrum góðum mönnum Lista- og bók- menntafélagið í Adoskvu. Og nú fór hann sem leikstjóri og leikari að leita að leik- húsi þar sem leyfilegt væri að útrýma landlægri tilgerð í leiklist. Félag þetta lagði grundvöllinn að Listaleikhúsinu i Moskvu og varð til þcss að mynd.i sam- starf við hinn fræga Nemirovistj-Dan- chenkó. Sem leikstjóri og listaráðunautur Lista- leikhússins í Moskvu sviðsetti Stanis- lavskí yfir fimmtíu leikrit eftir ýmsa höf- unda, svo sem Maeterlinck, Goldoni, Ib- sen, Alexei Tolstoy og Leó Tolstoy. A tuttugu og fimm árum lék Stanislavskí mörg eftirminnileg hlutverk, svo sem: Llriel í Riel Acosta, Astrov i Vanja frænda, Stockman í Óvimim þjóðfélags- ins, Vershinin í Þrem systrum, Gaév í Kirsiberjagarðimnn og Rakitin í Mánuði í sveitinni. „Maður . . . enn hve orðið er hljóm- fagurt“, heyrðist í fyrsta sinni af vörurn Stanislavskís, er hann lék Satin í Undir- djúpunum cftir Gorki. Verk Stanislavskís voru æ síðan endurspeglun þessarar trúar hans á manngildið. Leikaðferð Stanislavskís er bezt lýst í hinum tveim einstæðu bókum hans Líf í listum og Leikarinn undirbýr sig. Ef til vill hefur bandaríski leikstjórinn Lee Strasberg bezt lýst þýðingu Stanislavskí- kerfisins, er hann segir: „Stanislavskí- kerfið er ekkert framhald af því, sem áður heíur verið skrafað og skrifað um leiklistarmál. Það er hreint brot á hefð- bundnum kennsluaðferðum í leiklist. Það reynir að skilgreina, bvers vegna leikari cr góður citt kvöld en slærnur annað, og gcrir manni grein fyrir því, hvað gerist í rauninni, þegar leikari leikur.“ Aðferð hans hefur hvarvetna reynzt vel. Alls konar leikhús og lcikarar hafa skapað framúrskarandi verk með því að notfæra sér þá þjálfunaraðferð, sem grundvallast á meginreglum Stanislavskís. Meginkost- ur þeirra liggur í því, að þar er aldrei um stælingar að ræða, heldur frumleg, skap- andi verk. En það er einmitt tilgangur hugsjónar Stanislavskís. Hann kennir okkur ekki, hvernig á að leika þetta hlut- verk eða hitt, heldur hvernig við eigum að fara að því að skapa það á frumlegan hátt. Hann kennir okkur að hugsa sjálf- stætt. Eins og orðið hefur hlutskipti margra brautryðjenda, hefur Stanislavskí eign- azt bæði mikla aðdáendur og ötula and- stæðinga, þegar rætt er um kenningar hans. Eins hafa skoðanir verið skiptar um hann sem leikara, eins og gengur. En hvað sem því líður, þá er hitt vist, að sjálfur vildi hann fyrst og fremst láta h'ta á sig sem leikhúsmann, leikstjóra og höfund leikaðferðar þeirra, sem við hann er kennd og hefur haft gífurleg áhrif á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.