Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Síða 65

Andvari - 01.06.1963, Síða 65
ANDVARl í SLÓD VÍNLANDSFARA 63 miðöldum, og Snorra Þorfinnssonar, sonar þeirra, fyrsta hvíta bamsins, sem fæddist í hinum nýja heimi. Tékkarnir frá honmn Jóa. I Eiríks sögu rauða segir, að þeir Þorfinnur karlsefni og félagar hans hafi á ferð sinni norðan frá íslandi og Grænlandi kornizt lengst suður til Hóps á Vínlandi. „Þar voru þeir hálfan mánuð og skemmtuðu sér“, segir í sögunni. Við íslendingarnir þrír og Rolf Petré höfðum þann háttinn á að taka þegar í upphafi ferðar út skemmtunina, þar sem við „skemmtuðuni" okkur í tvo daga í Ný-Jork við að skoða söfn og önnur stórmerki heimsborgarinnar. í Gander, hinni miklu flughöfn Nýfundnalands, vorurn við einnig í tvo daga. Hér vaknaði á ný garnall áhugi á högum þessa lands, sem við vorum komnir til. Sá áhugi hafði upphaflega kviknað vfð lestur greina Steingríms læknis Matthíassonar í Eimreiðinni fyrir allmörgum árum. Samanhurður íslands og Nýfundnalands hlýtur af mörgum ástæðum að vera forvitnilegur. Löndin eru álíka stór, og bæði eru þau strjálbýl og hörð. Fiskveiðar eru einn höfuðatvinnu- vegur beggja þjóðanna. Þó er sá munur á, að á Nýfundnalandi eru aðeins um 10% þjóðarteknanna runnin frá fiskveiðum, þótt fleiri stundi þá atvinnugrein en nokkra aðra. Nýfundnaland er að vísu rniklu verr fallið til kvikfjárræktar og annars landbúskapar en Island, enda eru þær atvinnugreinar nauðalítið stund- aðar, en þar á móti kemur hin mikla auðlegð skóga landsins. Höfuðtekjur sínar hefur þjóðin af skógarhöggi og námagrefti, og er í síðari grein einkurn mikil- vægt, að Nýfundnaland ræður yfir hinu málmauðuga Labrador og hefur miklar tekjur af námavinnslu þar. Ibúatala Nýfundnalands hefur vaxið ört undanfarin ár og er nú tekin að nálgast hálfa milljón. Ena flestir íbúanna af brezkum ættum. Það, sem lærdómsríkast er í samanburði Nýfundnalands og íslands, er sú þróun, sem varð í löndunum á kreppuárunum upp úr 1930. Á þeim árum fór Nýfundnaland, sem orðið hafði sjálfstjórnarnýlenda árið 1855, á höt’uðið og sagði sig til sveitar, fór á brezku krúnuna, ef svo mætti að orði komast. Var landið svipt sjálfsforræði og yfir það sett brezk stjórnamefnd árið 1934. Á sama tíma áttu íslendingar ekki við minni örðugleika að etja en Nýtundnalendingar, en hertu sultarólina og þraukuðu af. Ef leitað er skýringa á hinum ólíku örlögum land- anna á þessum þrengingatímum, segir mér svo hugur um, að þungt vegi á met- unum, að íslendingar höfðu nýfengið sjálfstæði að verja, rneiri þjóðarmetnað vegna sérstakrar tungu og þjóðnrenningar og loks enga krúnu, sem þeir þótt- ust þá geta verið þekktir fyrir að segja sig til. Hérna sýnist mér væri athyglis- vert rannsóknarefni fyrir þjóðasálfræðinga, ef sérfræðingar væru á annað borð til í þeirri vanræktu fræðigrein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.