Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 66

Andvari - 01.06.1963, Qupperneq 66
64 ÞÓRHALLUU VILMUNDARSON ANDVAKI Á Ganderflugvelli var veðurtepptur samtímis okkur brezkur verkfræðingur, og liafði hann dvalizt árum saman á Nýfundnalandi. Þegar hann heyrði erindi okkar, vildi hann allt fyrir okkur gera eins og yfirleitt þeir menn, sem við höfð- um skipti við á Nýfundnalandi. Hann ók með mér urn Ganderbæ, ljómandi vel skipulagðan smábæ, sem risið hefur upp við hinn mikla flugvöll, og sýndi mér liina glæsilegu flugstöð og veðurathugunarstöð. Hann sagði mér margt um hagi landsmanna og stjórnmálaástandið í landinu. Brezka auðfélagið Bowater ræður yfir nær öllum skógum Nýfundnalands og rekur þar stærstu pappírsmyllur heims. Er það sagt greiða mjög lág gjöld til landsmanna samkvæmt gömlum samningi. Idins vegar er það greinilega óspart á að auglýsa starfsemi sína í blöðurn landsins, því að þar blasa hvarvetna við heilsíðuauglýsingar frá félaginu, þar sem upp er talið, hve mikil vinnulaun það hafi greitt á undanlörnum árurn og áratugum. Ekki verður lengi rætt við menn á Nýfundnalandi, áður en tal þeirra tekur að snúast um hinn mikla gróða Bowaterfélagsins og óhæfilega lág gjöld þess til landsmanna. Langvoldugasti stjómmálamaður landsins heitir Joseph Smallwood og er foringi Frjálslynda flokksins og forsætisráðherra landsins. Hann er lítill naggur og tölugur og má heita alráður í landinu, því að andstöðuflokkar hans ráða að- eins yfir fimm þingsætum af 36 á fylkisþinginu (1959). Veldi sitt á hann einkurn því að þakka, að hann beitti sér mjög fyrir því, að Nýfundnaland gerðist fylki í Kanada árið 1948 og er nú mjög harður í kröfum sínurn við stjórn Kanada í Ottawa. Þess vegna nýtur landið nú margvíslegra hlunninda frá stjórninni, og munar þar hvað mest um atvinnuleysisstyrkina, en mikinn hluta ársins er geig- vænlegt atvinnuleysi meðal landsmanna, einkum fiskimannanna. Ganga styrkja- ávisanirnar frá Ottawa undir nafninu „tékkarnir frá honum Jóa“ (Joey’s checks), og vei þeim, sem vogar sér að hallmæla honum við viðtakendur. Norður á odda. Frá Ganderflugvelli flugum við í tíu manna sjóflugvél Grenfells-stofnunar- innar (Grenfell Mission) í boði dr. Thomasar, yfirlæknis sjúkrahússins í St. Anthony. Líknarstarf Grenfellsmanna meðal látækra fiskimanna á strönd Labra- dors og norðurskaga Nýfundnalands er löngu heimsþekkt, og sækjast læknar og hjúkrunarkonur víðs vegar að úr heiminum eftir að vinna fyrir stofnunina sem sjálfboðaliðar. Upphafsmaður þessa starfs var dr. Wiltred Grenfell, sem kom til Labradors og Nýfundnalands skömmu fyrir síðustu aldamót og rann svo mjög til rifja örbirgð og bágt heilsufar landsmanna, að hann varði ævi sinni til þess að koma upp sjúkrahúsum og sjúkrastöðvum i þessum löndum. Miðstöð stofnunarinnar er í St. Anthony, helzta bænum á austanverðum norðurskaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.