Andvari - 01.06.1963, Page 69
ANDVARI
í SLÓÐ V í NLANDSFARA
67
Frá Gander hafði ég talað í síma við E. R. Seary, prófessor í ensku við há-
shóla Nýfundnalands í St. John’s, og spurt hann m. a. um merking þessa nafns.
Bréf frá honum fékk ég um þær mundir, sem við fórum frá Nýfundnalandi.
Hann skýrir fyrra hluta nafnsins eins og hér er gert, hafði grafið upp nafn-
myndina Anse á la Médée í heimild frá 1862 og gizkar á, að síðari liðurinn sé
skipsheiti (Medea í grískri goðafræði) og nafnið merki þá Medeuvík.
Ekki verður skorið úr því að sinni, hvor hafi upp á rétta nafnskýring að
bjóða, hinn ólærði eftirlitsmaður í Lance-aux-Meadows eða hinn lærði prófessor
í St. John’s. En óskapnaður örnefnanna á þessum slóðum vekur trega í huga
íslendings, þegar hann hugsar til hinna fögru og tæru nafna, sem nýi heimurinn
missti af: Helluland — Markland — Vínland — Furðustrandir — Kjalarnes —
Straumfjörður — Hóp.
Umhverfi Lance-aux-Meadows.
Tveir flóar skerast suður í norðurskaga Nýfundnalands. Heitir hinn stærri
og vestari Pístóluflói (Pistolet Bay), en hinn Idelgiflói (Sacred Bay). Hinn síðar-
nefndi er 12—13 km víður, milli Laukhöfða (Cape Onion) í vestri og Baldhöfða
(Cape Bauld) í austri, og stendur fiskiþorpið Lance-aux-Meadows miðja vega
fyrir botni flóans. Llti fyrir þorpinu er eyjaklasi, og ber þar mest á Stóru og
Litlu Helguey (Big og Little Sacred Islands). Sjálft stendur þorpið við litla og
grunna vík milli grasi gróins tanga í vestri og lítillar hamargnípu í austri, sem
Kollur heitir (Round Head).
Utsýni frá Lance-aux-Meadows og þó einkum frá hæðunum í grennd við
þorpið er mjög vítt og fagurt. Sér þvert yfir Fagureyjarsund (Strait of Belle Isle),
sem hér er um 50 km breitt, en er mjóst um 15 km, til Labradorstrandar, sem
minnir gamlan ísfirðing á Snæfjallaströnd með fönnum neðarlega í hlíðum
um hásumar. Eyjaklasinn á flóanum setur mjög svip á landslagið, ekki sízt Litla
Helgaey, sem minnir á Drangey. Yfirleitt þótti okkur landslagið hið næsta,
höfðar og eyjar, furðulega svipað Skagafirði. Við þóttumst kenna þar Þórðar-
höfða, Málmey, Drangey. Hér hefði Skagfirðingurinn Þorfinnur karlsefni af
þeim sökum átt að kunna vel við sig. í norðausturátt sér út til hafs, en í miðju
mynni Fagureyjarsunds drottnar sjálf Fagurey og svipar til axla Herðubreiðar,
með upptyppingi í miðju.
A fundarstaðnum.
Fundarstaður hinna fornu rústa er svo sem tíu mínútna gang vestur frá
þorpinu, á bökkurn Svartandarlækjar (Black Duck Brook), þar sem hann fellur
í Flakvík (Epaves Bay) vestan tanga þess, sem fyrr getur. Svartandarlækur er