Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 72

Andvari - 01.06.1963, Page 72
70 ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON ANDVARI reyndist fátt um feita drætti. Eftir það grófu þeir á vesturbakka, og þar komu merkilegir hlutir í ljós: viðarkolagröf og rauðasmiðja með steðja, afli og deigulmó, og fundust þar fjölmargir molar af gjalli, járni og mýrarauða. Á þessum sama sjávarkambi fundust einnig Eskimóaeldstæði og soðgryfja. Merkilegasti Eskimóa- hluturinn, sem upp kom þarna, reyndar ofarlega í smiðjunni, var haglega gerður lampi Ðorset-Eskimóa. MeS ísjalia í eftirdragi. Við Kristján Eldjárn höfum fengið inni hjá sjómannafjölskyldu niðri í þorpinu. Húsbóndinn, Maxwell Anderson, er að nokkru af norskum ættum. Þau hjónin eiga sjö börn, elzt tólf ára og yngst sex rnánaða. Elzta dóttirin, Mildred, vinnur að matreiðslu hjá Ingstad. Allt er þetta fólk liið geðþekkasta í allri fram- göngu, ekki sízt húsfreyjan. Húsakynnin eru lneinleg, þótt ekki séu þau rík- mannleg. Herbergi okkar Kristjáns er beint uppi yfir eldbúsinu, og er þar fun- heitt á daginn vegna kyndingar, en gerist nístingskalt, þegar líður á nótt. Fiskimennirnir í Lance-aux-Meadows búa sem mest að sínu. Þeir smíða sjálfir hús sín og báta. Húsin eru hið mesta hrófatildur, óeinangruð, og blæs vindur gegnurn þau næstum eins og þurrkhjall. LJpphitun er engin utan ylur frá eldavél og reykháf í miðju húsi. Húsakynni þessi hljóta að vera hættuleg heilsu manna, enda kvartaði fólkið rnjög undan vetrarkuldanum. Viðinn til húsa- gerðar og bátasmíða draga menn að sér á vetrum úr skógi um 16 kilómetra veg héðan. Til dráttarins nota flestir hunda, sem þeir geyma innan hárra skíðgarða, og er kastað til þeirra fiski yfir garðana. Uppi yfir görðunum eru pallar, og þar er geymdur vetrarforði handa hundunum. Hundanir höfðu uppi hið ferlegasta og ámáttlegasta spangól. Við Kristján biðum venjulega eftir miðnæturkonsert- inum, áður en við fórurn að sofa. íslendingur hlýtur að undrast, hve einangraðir fiskinrennirnir á Nýfundna- landi eru frá umheiminum og hversu fáar tæknilegar nýjungar hafa borizt til þeirra. Þeir gera út litlar trillur, róa aðeins seinna hluta surnars, sækja rétt út fyrir landsteina og nota svonefndar þorskagildrur (cod traps) eða handfæri. Nælonfæri hafa þeir ekki, og aflinn er nauðarýr. Hefur hann farið minnkandi undanfarin ár, og kenna fiskimennirnir um útlendum togurum, sem skafi miðin úti fyrir. Fiskurinn, sem veiðist, er einkum þorskur, og er ekki fallegt að sjá sjó- mennina stinga í hann hvar sem er, þegar þeir flcygja honum á land. Fiskinn salta þeir og sólþurrka á trégrindum. Bílvegir eru engir milli fiskiþoi-panna hér í grenndinni og sími aðeins í sumum þeirra, enda eru samgönguerfiðleikar hcrfilegir. Lesmál varð ég ekki var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.