Andvari - 01.06.1963, Side 73
ANDVARI
í SLÓÐ V í NLANDSFAUA
71
Dr. Kristján Eldjárn þjóSminjavörður athugar fornt eldstæði í einni rústinni á austurhakha
Svartandarlækjar.
við meSal fólks utan nokkrar kennslubækur skólabarna og verðlista frá stórverzl-
unum á meginlandinu.
Svo er að sjá sem í plássum þessum hafi ekki enn runnið upp tímabil
Bogesena, hvað þá almannasamtaka. Ef spurt er, hvað valdi slíkri deyfð, mundi
eitt svarið vera, að Nýfundnaland hefur um langt skeið tapað framtakssamasta
fólki sínu yfir til milljónaborganna í Kanada og Bandaríkjunum. Engin bönd
sérstakrar tungu og þjóðmenningar liindra slíkt útstreymi þangaÖ, sem eldar
brenna heitar.
Eitt kvöldið, þegar ég gekk niður á bryggju, var þar uppi fótur og fit.
Andersynir og nágrannar þeirra, Bartlettar, voru að búast til ferðar. Ég spurði,
bvert förinni væri heitið, en þeir sögðust ætla að bjarga þorskagildrum sínum
undan ísjaka. Ég fékk að slást í för með Andersonum. Við sigldum út á milli
Warrenseyjar og lands. Uti á Helgaflóa komum við að allstórum ísjaka, á að
gizka mannhæðarháum upp úr sjó (níu tíundu lilutar eru neðansjávar) og 10—12
metra löngum. Mátti ekki tæpara standa, að jakinn lenti á yztu þorskagildrunni
á flóanum, því að hann átti aðeins fáeina metra ófama að gildrunni, þegar okkur
bar að. Maxwell sigldi nú bátnurn umhverfis jakann, og var þá brugðið kaðli utan
um liann, en síðan var hann tekinn í tog frá gildrunni. Eftir skamma stund kom
annar bátur til hjálpar, og síðan var jakinn dreginn í mörgum krókum á milli