Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 74
72
ÞÓRIIALLUR VILMUNDARSON
ANDVARI
gildranna inn á Flakvík, langleiðina inn undir fundarstaðinn við Svartandarlæk.
Þetta var í ljósaskiptunum, svo að eríitt var um vik að ná myndum af þessum
ævintýralega atburði: ísjakatogi við Vínlandsströnd.
Decker karlinn.
Skemmtilegasta persónan í Lance-aux-Meadows er efalaust Georg gamli
Decker. Hann á land rétt við fundarstað rústanna og er nú eftirlitsmaður
stjórnarinnar með uppgraftarsvæðinu öllu. Flann er dökkur á brún og brá, enda
mun Eskimóablóð renna í æðum bans. Decker tekur starf sitt mjög hátíðlega,
hefur orðið sér úti um embættishúfu og sett upp spjald með áletruninni: „Private
property. No trespassing. By order G. Decker and Son’s (svo).“ Decker á í úti-
stöðum við þorpsbúana í Sundsýn og hefur reynt að stugga þeim frá rústasvæðinu
með byssu. Af því tilefni kærðu þeir hann fyrir stjórninni í St. John’s. Fékk
Decker ofanígjöf frá stjórnarráðinu fyrir vikið, en svaraði fyrir sig fullum hálsi í
bráðskemmtilegu bréfi, sem hann sýndi okkur Kristjáni.
Þegar Kristján hóf að grafa í skvompunni vestan lækjar, sem siðar revndist
rauðasmiðja, sagði Decker okkur frá gömlum kynnum sínum af lautinni með
svofelldum orðum: „Many a time, when I was a young fellow, I sat here with
my girl and the sun pouring down upon us.“ Við nefndum lautina þegar Deeker’s
Nest, og gekk hún jafnan síðan undir því nafni.
Fólkið í Lance-aux-Meadows og reyndar einnig annars staðar á Nýfundna-
landi talar enska mállýzku, sem sögð er merkileg fyrir þær sakir, að í henni eru
varðveitt ýmis orð og merkingar orða frá dögum Elísabetar drottningar, sem
löngu er horfið úr málinu heima á Englandi. Ekki er mállýzka þessi fögur á að
hlýða, og lítt er hún skiljanleg, þegar verst lætur Háin sín fella þarlandsmenn
niður eða skjóta þeim inn á ólíklegustu stöðum ekki síður en Elísa Doolittle.
ísland bera þeir fram Hojsland, en höfuð edd. Merking margra alkunnra orða
kemur spánskt fyrir sjónir. Húsmóðir okkar bauð okkur luncli á kvöldin, og
wonderfid er notað í annarri merkingu en kennd er í skólum. „She is a wonder-
lul size of a woman," sagði Decker um tengdadóttur sína, og átti ég von á að
sjá fegurðargyðju, en tengdadóttirin reyndist þá mesta kjötfjall, sem ég bef
augum litið. Þcgar mývargurinn ætlaði alveg að gera út af við okkur, sagði Max-
well Anderson, að nú væri „wonderful day for flies“, og þcgar ckkert veiddist,
var fiskurinn „wonderful scarce".
Hjá Kolbirni í Nesi.
Margar spurningar koma upp í hugann, þegar litazt er um á þessum stað
á norðurodda Nýfundnalands, þar sem vera má, að norrænir menn hafi setzt