Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 81

Andvari - 01.06.1963, Side 81
ANDVARI í SLÓÐ VÍNLANDSFARA 79 Tanners er annað lítt hugsanlegt en Straumfjörður sé á suðausturhorni Labra- dors eða sjálft Fagureyjarsund.1) 2) Nafngiftin Straumfjörður á að því leyti mjög vel við Fagureyjarsund, að harður straumur er um sundið út úr St. Lárensflóa. Þegar ég spurði fiski- mennina í Lance-aux-Meadows um strauma á þessum slóðum, nefndu þeir að- eins til strauminn út um sundið báðum megin við Fagurey, sbr. orð sögunnar: „Þar lá ein ey fyrir utan. Þar um voru straumar miklir. Því kölluðu þeir hana Straumey." Þau gagnrök, að Fagureyjarsund sé ekki fjörður og þess vcgna muni því ekki hafa verið gefið fjarðarnafn, verða haldlítil, þegar þess er gætt, að langur tími leið, nærfellt öld, áður en fiskimenn, sem stunduðu árlega veiðar við Ný- fundnaland, gerðu sér endanlega ljóst, að Nýfundnaland er eyja (sjá James A. Williamson: The Voyages of the Cabots, 130. hls.). Til þess að gera sér grein fyrir því þurfti rækilegrar landkönnunar við, og er ekkert eðlilegra en að fjarðar- nafn festist við sundið, áður en af henni yrði. Breidd sundsins (15—50 krn) kemur engan veginn í veg fyrir, að menn, sem upprunnir voru frá Skagafirði og Breiðafirði, gætu gefið sundinu fjarðarnafn. 3) Lýsing sögunnar á Straumey úti fyrir Straumfirði hæfir í mark, ef um Fagureyjarsund er að ræða. Þar situr Fagurey, hið ágætasta kennimark, í mynni sundsins, þannig að eðlilegt og hartnær óhjákvæmilegt má heita, að eyjan og sundið séu tengd með nafngift (Straumey — Straumfjörður, Fagurey — Fagur- eyjarsund). Litlar eyjar eru að vísu inni á Helgaflóa við Fagureyjarsund, en þær eru margar í klasa og engin ein þeirra líkleg til að geta verið Straumey. Æðarfugl er í Fagureyjarsundi, en ekki höfðu fiskimennirnir í Lance-aux- Meadows veitt því athygli, að sérstaklega mikið væri um hann í Fagurey. Eins og fyrr segir, er æðarfuglinn skotinn miskunnarlaust á sunainu, og má því gera ráð fyrir, að miklu minna sé um hann nú en fyrrum. 4) Frásögn af bjargarleysi og harðindum í Straumfirði um veturinn kemur hið bezta heim við þá staðrevnd, að hafís lokar landi við Fagureyjarsund hálft árið, vetur eru þar miklum mun harðari en hér á landi og ekki er björg að hafa 1) Eftir að þetta var ritað, barst mér í hendur tímaritsgrein Tanners um Vínlandsferðirnar, sem út kom í Finnlandi á styrjaldarárunum (Budkavlen 1941, 1—72) og hér hefur ekki verið til á söfnuin fyrr en nú (1963). Þar má sjá, að Tanner hefur einmitt talið Fagureyjarsund vera hinn forna Straumfjörð og Fagurey Straumey. Vitnar hann til W. A. Munns, er komst að sömu niðurstöðu, án þess að Tanner væri um það kunnugt (Wineland Voyages, St. John’s 1929). Munn taldi, að Leifshúðir hefðu verið \'ið Milan Arm í suðausturhorni Pístóluflóa vestan Helgaflóa, en Hóp í Little Harbour Deep eða Great Cat Arm í Hvítaflóa. En niðurstaða Tanners var, að Leifsbúðir hefðu verið í víkunum milli Flowers Cove vestan Pístóluflóa og Qirpon austan Hclga- flóa, en einmitt á þessu tiltölulega litla svæði er fundarstaðurinn í Lance-aux-Meadows. Hóp hugði Tanner vera við innanverðan Hvítaflóa eða á ströndinni þaðan austur að Twillingate.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.