Andvari - 01.06.1963, Síða 81
ANDVARI
í SLÓÐ VÍNLANDSFARA
79
Tanners er annað lítt hugsanlegt en Straumfjörður sé á suðausturhorni Labra-
dors eða sjálft Fagureyjarsund.1)
2) Nafngiftin Straumfjörður á að því leyti mjög vel við Fagureyjarsund,
að harður straumur er um sundið út úr St. Lárensflóa. Þegar ég spurði fiski-
mennina í Lance-aux-Meadows um strauma á þessum slóðum, nefndu þeir að-
eins til strauminn út um sundið báðum megin við Fagurey, sbr. orð sögunnar:
„Þar lá ein ey fyrir utan. Þar um voru straumar miklir. Því kölluðu þeir hana
Straumey." Þau gagnrök, að Fagureyjarsund sé ekki fjörður og þess vcgna muni
því ekki hafa verið gefið fjarðarnafn, verða haldlítil, þegar þess er gætt, að langur
tími leið, nærfellt öld, áður en fiskimenn, sem stunduðu árlega veiðar við Ný-
fundnaland, gerðu sér endanlega ljóst, að Nýfundnaland er eyja (sjá James A.
Williamson: The Voyages of the Cabots, 130. hls.). Til þess að gera sér grein
fyrir því þurfti rækilegrar landkönnunar við, og er ekkert eðlilegra en að fjarðar-
nafn festist við sundið, áður en af henni yrði. Breidd sundsins (15—50 krn)
kemur engan veginn í veg fyrir, að menn, sem upprunnir voru frá Skagafirði og
Breiðafirði, gætu gefið sundinu fjarðarnafn.
3) Lýsing sögunnar á Straumey úti fyrir Straumfirði hæfir í mark, ef um
Fagureyjarsund er að ræða. Þar situr Fagurey, hið ágætasta kennimark, í mynni
sundsins, þannig að eðlilegt og hartnær óhjákvæmilegt má heita, að eyjan og
sundið séu tengd með nafngift (Straumey — Straumfjörður, Fagurey — Fagur-
eyjarsund). Litlar eyjar eru að vísu inni á Helgaflóa við Fagureyjarsund, en
þær eru margar í klasa og engin ein þeirra líkleg til að geta verið Straumey.
Æðarfugl er í Fagureyjarsundi, en ekki höfðu fiskimennirnir í Lance-aux-
Meadows veitt því athygli, að sérstaklega mikið væri um hann í Fagurey. Eins
og fyrr segir, er æðarfuglinn skotinn miskunnarlaust á sunainu, og má því gera
ráð fyrir, að miklu minna sé um hann nú en fyrrum.
4) Frásögn af bjargarleysi og harðindum í Straumfirði um veturinn kemur
hið bezta heim við þá staðrevnd, að hafís lokar landi við Fagureyjarsund hálft
árið, vetur eru þar miklum mun harðari en hér á landi og ekki er björg að hafa
1) Eftir að þetta var ritað, barst mér í hendur tímaritsgrein Tanners um Vínlandsferðirnar,
sem út kom í Finnlandi á styrjaldarárunum (Budkavlen 1941, 1—72) og hér hefur ekki verið
til á söfnuin fyrr en nú (1963). Þar má sjá, að Tanner hefur einmitt talið Fagureyjarsund vera
hinn forna Straumfjörð og Fagurey Straumey. Vitnar hann til W. A. Munns, er komst að sömu
niðurstöðu, án þess að Tanner væri um það kunnugt (Wineland Voyages, St. John’s 1929). Munn
taldi, að Leifshúðir hefðu verið \'ið Milan Arm í suðausturhorni Pístóluflóa vestan Helgaflóa, en
Hóp í Little Harbour Deep eða Great Cat Arm í Hvítaflóa. En niðurstaða Tanners var, að
Leifsbúðir hefðu verið í víkunum milli Flowers Cove vestan Pístóluflóa og Qirpon austan Hclga-
flóa, en einmitt á þessu tiltölulega litla svæði er fundarstaðurinn í Lance-aux-Meadows. Hóp
hugði Tanner vera við innanverðan Hvítaflóa eða á ströndinni þaðan austur að Twillingate.