Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 84

Andvari - 01.06.1963, Side 84
82 SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON ANDVARI Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Arnessýslu, þótt nokkuð væri einnig um það, að Skaftfellingar og Rangæingar leituðu út í Vestmannaeyjar til verzlunar og Árnesingar vestan Olfusár til Reykja- víkur, Hafnarfjarðar og Grindavíkur. Það voru ekki aðeins landbúnaðarafurðir, sem bárust til Eyrarbakkaverzlunar, heldur barst þangað og mikið magn af sjávar- afurðum, því að mikið útræði var stundað frá ýmsuin stöðum á kaupsvæði Eyrar- bakka þrátt fyrir hin crfiðustu skilyrði. Þannig var stundað útræði úr Mýrdal, undan Eyjafjöllum, úr Landeyjum, frá Stokkseyri og Eyrarbakka og síðast en ekki sízt úr Þorlákshöfn og Selvogi, en þar hafði verið komið upp fiskverkunar- húsum á vegum Eyrarbakkaverzlunar. Oft hafði verið rætt um möguleika á því að skipta verzlunarsvæði Eyrarbakka, þar eð mjög erfitt var fyrir Vestur-Skaft- fellinga og Rangæinga að sækja þangað og einnig fyrir þá Árnesinga, sem bjuggu vestan Ölfusár, og um þetta skrifaði Lýður Guðmundsson, sýslumaður Vestur- Skaftafellssýslu, stjórninni oftar en einu sinni.3 Lagið hann eindregið til, að komið yrði upp verzlun við Dyrhólaey, en það þótti ekki tiltækilegt. Eina úrlausnin, sem konungsverzlunin veitti Skaftfellingum og Rangæingum í þessu efni, var að setja upp útibú frá Vestmannaeyjaverzlun á Bakkahjáleigu í Austur-Landeyjum árið 1783. Aðalhlutverk þess útibús var að taka við sláturfé bænda í Vestur-Skafta- fellssýslu og austurhluta Rangárvalla- sýslu, en engin teljandi verzlun virðist hafa verið rekin þar. Hefir þetta útibú sjálfsagt orðið ennþá gagnsminna eftir að fríhöndlun komst á árið 1788 og Hans Klog, fyrrverandi kaupmaður konungs- verzlunar, tók að reka Vestmannaeyja- verzlun upp á eigin spýtur, enda var hann þá orðinn aldraður maður og rak verzlun sína af heldur litlum skörungs- skap. Mun auðveldara hefði verið að koma upp verzlun fyrir vestan Olfusá, og kom það mjög til orða árin 1786—87, er ákveðið hafði verið að leggja konungs- verzlunina niður.4 Sóttu þá tveir starfs- menn Eyrarbakkaverzlunar, Lars Christ- ensen og Árni Jónsson, um að fá í félagi fiskverkunarhúsin í Þorlákshöfn og Sel- vogi ásamt peningaláni og nokkru af vör- unr Eyrarbakkaverzlunar í því skyni að setja upp verzlun í Þorlákshöfn. Sýslu- maður Árnessýslu, Steindór Finsson, mælti eindregið með þessari umsókn, og sölunefnd verzlunareigna konungs og rentukammerið voru þessu fylgjandi. Petersen kaupmaður taldi sér hinsvegar ekki fært að taka við Eyrarbakkaverzlun nema Þorlákshöfn og Selvogur fylgdu með, því að þar bærist mest á land af sjávarafurðum, sem útgengilegastar væru erlendis af íslenzkum vörum. Ef skipta ætti verzlunareignunum á þennan hátt, kvaðst hann meira að segja heldur vilja Selvog og Þorlákshöfn og sleppa Eyrar- hakkahöfn sjálfri. Levertzow stiftamtmað- ur tók málstað kaupmanns og lagði ein- dregið til, að hann fengi verzlunareign- irnar óskiptar, og á þetta féllst svo sölu- nefndin. Petersen hafði líka verið fyrstur kaupmanna konungsverzlunarinnar til að láta í ljós áhuga fyrir að hefja verzlun á Islandi á eigin spýtur, er ákveðið var að gefa verzlunina frjálsa, en aftur á móti kostaði það sölunefndina langar og erfiðar samningaumleitanir að fá starfsbræður hans til hins sama. Það gefur auga leið, að það var til hins mesta óhagræðis fyrir Árnesinga vestan Ölfusár, að ekki var stofnuð verzlun í Þorlákshöfn. En þetta var raunar aðeins fyrsta frávik sölunefndar og stjórnarinnar frá þeim upphaflega ásetningi að gera fríhöndlunina eins frjálsa og hagstæða íslendingum og slíkt verzlunarfyrirkomu- lag gerði fært. Þegar Ólafur Stefánsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.