Andvari - 01.06.1963, Síða 93
ANDVARl
VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95
91
að ekki hefði gætt sérlega mikillar hag-
sýni hjá þeirn, eftir að þeir tóku við verzl-
uninni sumarið 1793. Skrifaði nefndin
þeim allharðort bréf út af þessu vorið
I79415 0g ]^vag ]iafa ggfjð landsmönn-
um meira fyrir fiskinn en lausakaupmenn
hefðu gert. Sömuleiðis taldi nefndin þá
hafa gefið hærra verð fyrir kindakjötið en
gert væri á Norður- og Austurlandi, og
væri þó kjötið yfirleitt lakara syðra en
þar. Einnig það kvaðst nefndin hafa orðið
að selja með tapi þeim kaupanda, sem
bezt bauð, en það var danski sjóherinn.
Áminnti sölunefnd að lokum verzlunar-
stjórana að gæta fyllstu hagsýni og spar
semi í öllum rekstri verzlunarinnar og af-
tók að sinna tillögum þeirra um viðgerðir
á sumum verzlunarhúsunum, sem voru
orðin allhrörleg. Þessar áminningar taldi
hún sig nokkru síðar verða að árétta enn
betur í sérstöku bréfi til Petersens og bað
hann að minnast þess vel, hve mjög hag-
ur verzlunarinnar og hagur hans færu
saman, en fyrir þessu virtist hann ekki
hafa gert sér næga grein.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika voru engar
breytingar ráðgerðar á verzluninni fyrst
um sinn. Heldur litlar horfur voru líka
á því, að hægt yrði að fá nokkurn til að
taka við Eyrarbakkaverzlun með viðun-
andi kjörum fyrir sölunefnd, þar eð nú
gerðist ábataminna að reka verzlun á
Islandi en verið hafði um hríð. Sýndi
hinn minnkandi áhugi fyrir íslandsverzl-
uninni sig meðal annars í því, að kaup-
sýslumenn frá Björgvin og Altona, sem
sett höfðu upp útibú á ísafirði, Grundar-
firði og Hafnarfirði, voru sem óðast að
hverfa þaðan á brott. Sá þessara manna,
sem átti útibúið í Hafnarfirði, hafði raun-
ar lent í þjarki við sölunefnd, sem taldi
honum skylt samkvæmt verzlunartilskip-
unum að hafa einnig stöðuga verzlun í
kaupstaðnum Reykjavík, en engu slíku
var til að dreifa um eigendur útibúanna
á Isafirði og Grundarfirði, af því að þeir
staðir höfðu kaupstaðarréttindi. Það var,
auk þeirra verðlagserfiðleika, sem getið
er hér á undan, hin mikla eftirspurn
stríðsþjóðanna eftir skipum hlutlausra
þjóða til alls konar flutninga gegn gífur-
lega hárri leigu, sem olli því aðallega,
að þessir kaupsýslumenn hurfu á hrott
frá Islandi.
Hin almenna hækkun á skipaleigu kom
að sjálfsögðu illa niður á Eyrarbakka-
verzlun, þar eð óhjákvæmilegt var að
taka að minnsta kosti eitt leiguskip þangað
til viðbótar hinum tveim fyrrnefndu
skipum Petersens. Og raunar hafði alltaf
verið tiltölulega dýrt að nota leiguskip
til Eyrarbakka sökum þess, hve höfnin
þar var ótrygg og skipum því hætta búin,
meðan þau höfðust þar við. Þennan
kostnað hugðist sölunefnd nú spara sér
árið 1794 með því að láta að minnsta
kosti skútuna fara tvær ferðir það ár milli
Kaupmannahafnar og Eyrarbakka. Með
því að tryggingargjöld höfðu einnig
hækkað vegna styrjaldarástandsins, ákvað
nefndin að spara sér þann kostnað líka
og tryggja hvorki skip né farma fremur
en venja hafði verið í tíð konungsverzl-
unarinnar. Á þetta þótti því fremur hætt-
andi, sem skipin voru í mjög góðu lagi
og áhafnirnar þaulvanar ferðum til Eyrar-
bakka, enda þótt lagt væri allsnemma af
stað um vorið. Þessi sparsemi reyndist þó
borga sig heldur illa, því að seinna um
sumarið bárust nefndinni þær fregnir í
bréfi frá Ólafi stiftamtmanni, að bæði
skipin hefðu farizt, skútan við strönd
Vestur-Skaftafellssýslu, en duggan, er
hún var komin inn á Eyrarhakkahöfn og
bjóst til að varpa akkerum. Þær vörur,
sem bjargazt höfðu úr skútunni, voru
flestar skemmdar og höfðu verið seldar á
uppboði á staðnum, en aftur á móti hafði
mikið bjargazt óskemmt úr duggunni.
Hér var um mjög tilfinnanlegt tjón að