Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1963, Side 94

Andvari - 01.06.1963, Side 94
92 SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON ANDVAKI ræða, og tók sölunefnd þegar að íhuga, hvað til bragðs ætti að taka.le Urðu nefndarmenn, að Thodal einum undan- teknum, ásáttir um, að ekki kæmi til mála að sölunefnd Iiéldi verzluninni áfram, heldur skyldi undinn bráður bugur að því, að fá einkaaðila til að taka við henni fyrir vorið 1795. Tækist það ekki, yrði að reyna að birgja verzlunina á ódýrari hátt frá Reykjavík eða Vestmannaeyjum. En ekki er þó ljóst, hvernig nefndar- menn hugsuðu sér þetta framkvæmt. Þeir töldu ekki bráðnauÖsynlegt og raunar of áhættusamt að senda enn skip með vörur til Eyrarbakka haustið 1794, þótt allmikið af vörum, sem sendast áttu með seinni ferð skútunnar þetta sumar, lægi í Kaup- mannahöfn. Heldur yrði að láta nægja að senda nokkurt magn af járni, lóðlínum og timbri í árar með póstskipinu, scm var á förum til Elafnarfjarðar um rnánaða- mót ágúst—september, enda hefði Ólafur Stefánsson stiftamtmaður stungið upp á þeirri lausn. Thodal taldi hins vegar rétt að bíða átekta og sjá hverju fram yndi með verzl unarreksturinn. Fullyrti hann, að verzl- unin rnyndi þegar á þessu ári hafa gengiÖ mun betur en að undanförnu, ef engin óhöpp hefði boriÖ að höndum, og á næsta ári yrði hún vafalaust hagstæð. Þetta staf- aði einkurn af hinu verulega lækkaða innkaupsverði á afurðunum á íslandi árið 1794, en árin á undan hefðu þær veriÖ í uppsprengdu verÖi. Með því að verzl- unin ætti rnikið af slíkurn vörum á Eyrar- hakka, sem þyrfti að sækja, og í Höfn lægi þegar allmikið af vörum, sem ætlunin hefði verið að senda til Eyrarbakka, væri eðlilegast að halda verzluninni áfram að minnsta kosti eitt ár enn. Þar við bættist líka, að mikið af þeim vörum, sem komu frá Eyrarbakka árið 1793, lægju enn óseldar, sumpart í Kaupmannahöfn og sumpart í Danzig. Af þessum ástæðum kvað Thodal alls ekki hægt að gera sér grein fyrir afkomu verzlunarinnar eins og sakir stæðu. Þetta yrði aftur komið miklu betur í ljós haustið 1795, og þá fengist úr því skoriö, hvort borgaði sig að halda verzluninni áfram á þennan hátt eða ekki. Meirihluti nefndarinnar viÖurkenndi, að aðstæðurnar væru að vísu ekki sem heppilegastar eins og sakir stæðu til að selja verzlunareignirnar, og vel gæti verið, að tapið af því yrði yfir 24.000 ríkisdalir, en engar líkur væru þó til þess, að það yrði minna síðar. Reynslan hefði líka þegar sýnt, að alltaf yrði meiri rekstr- arkostnaÖur við verzlun, sem rekin væri fyrir reikning konungs en af einkaaðila, og einnig hefði það þegar sýnt sig, að vonlaust væri að vinna upp það fé, sem lagt hefði verið í þessa verzlun. Loks hæfði þessi verzlunarrekstur hvorki hlut- verki sölunefndar né núverandi verzl- unarfyrirkomulagi á íslandi. Annars fór meirihluti nefndarinnar miklum viður- kenningarorðum um dugnað Thodals við stjórn verzlunarinnar. Skoðun meirihluta sölunefndar var staðfest með konungsúrskurði 20. ágúst 1794. Var Ólafi stiftamtmanni svo skrifað og hann beðinn að láta staÖfesta lögformlega eignarrétt konungs á öllum eignum Petersens, þar eð það hefði enn ekki veriÖ gert. Þá var stiftamtmaður beð- inn að láta Petersen þegar í stað hætta öllum störfum við verzlunina og æskilegt væri, að hann flytti frá Eyprarbakka sem allra fyrst. Ef hann héldi áfram að stjórna verzluninni, eftir að öll von væri úti urn það, að hann fengi hana aftur til eignar, gæti hann nefnilega freistazt til að hætta alveg að hugsa um velferð hennar og jafnvel reynt að auðgast sjálfur á kostnað hennar.17 Er hér þannig um að ræða sömu tortryggnina gegn Petersen og áður. En stiftamtmaður taldi slíka varúðarráð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.