Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 97

Andvari - 01.06.1963, Page 97
ANDVARI VERZLUN SÖLUNEFNDAR Á EYRARBAKKA ÁRIN 1791—95 95 sem rak allmikla verzlun á íslandi á þess- um árum, meðal annars einhverja verzlun á Eyrarbakka. 1 bréfum í janúar og marz 1791 hvatti nefndin hann til að hætta ekki við þá verzlun, sem hann hafði byrjað á Eyrarbakka, enda væri ekki út- lit á, að Petersen myndi framvegis verða honum hættulegur keppinautur. Þetta var áður en nefndin hafði ákveðið, að reka sjálf verzlunina þar á staðnum, enda kveður við annan tón í bréfi til þessa sama kaupmanns vorið 1793, því þá er honum stranglega bannað að reka nokkra verzlun á Eyrarbakka þá um sumarið eða framvegis, nema í 4 vikur sem hver annar lausakaupmaður. Mátti hann enga bæki- stöð hafa í landi, en aðeins reka verzlun frá skipi og að sjálfsögðu ekki verzla annars staðar en á hinum gömlu verzl- unarhöfnum.21 Þetta bann var byggt á fyrrnefndum tilskipunum frá 1. júní 1792 og 28. apríl 1793, sem voru kallaðar nánari túlkanir á verzlunartilskipunun- urn frá 1786 og 87, en innihéldu í raun- inni alveg ný ákvæði fastakaupmönnum í hag. Þessar tilskipanir voru gerðar sam- kvæmt tilmælum sölunefndar til rentu- kammers, og í þeim tilmælum talar nefndin raunar ekki um hagsmuni sína á Eyrarbakka, heldur um það tjón, sem fastakaupmenn, er flestir séu í skuld við konungssjóð, líði af hinni ólöglegu sam- keppni lausakaupmanna, en það kemur reyndar út á eitt, því að það voru hags- munir konungssjóðs, sem töldust í húfi. Aðgerðirnar gegn lausakaupmönnum voru fslendingum að sjálfsögðu til mikils tjóns, enda byrjuðu þær einmitt um sama leyti og áhugi kaupsýslumanna í Dana- veldi fyrir siglingum til íslands fór minnk- andi sökurn styrjaldanna í Evrópu, eins og fyrr er bent á. Gerðust þá fastakaup- menn miklu einráðari um verzlun lands- ins en verið hafði fyrstu ár fríhöndlunar. En með því að efnahagur margra þessara kaupmanna var heldur bágborinn frá upphafi, var rekstur verzlana þeirra eftir því. Það voru raunar margvíslcgir atburðir, sem lögðust á eitt með að gera verzlun- ina miklu óhagstæðari fslendingum upp úr 1793 en hún hafði verið nokkur ár á undan, og hafa verið nefnd um það ýmis dæmi hér að frarnan. Fundu landsmenn sárt til þess, einkurn sunnanlands og vestan, að fiskurinn, sem liafði hækkað svo mjög í verði árið 1791, lækkaði aftur jafnskyndilega árið 1794, en orsaka þess hefir verið getið hér á undan. Prjónles, sem var mikilvæg útflutningsvara frá Norður- og Austurlandi, lækkaði í verði um sama leyti, sökum þess að markaðir, sem höfðu verið fyrir þá vöru í Hollandi, drógust stórum saman. Sjómenn sem sóttu á Nýfundnalandsmið og íslands- mið, höfðu nefnilega mjög keypt þessa vöru, en sú truflun, sem varð á þeirri útgerð vegna styrjaldanna, ofli stórminnk- aðri cftirspurn eftir íslenzkum ullarvör- um. Jafnframt þessari lækkun á íslenzku útflutningsvörunum varð hins vegar veruleg hækkun á erlendum nauðsynja- vörum. Afleiðingar styrjaldanna lögð- ust þannig á eitt með aðgerðum sölu- nefndar og rentukammers í því að gera verzlunina óhagstæða fslendingum. Olli þetta mikilli óánægju hjá landsmönnum, sem náði hámarki árið 1795 með hinni svonefndu almennu bænarskrá til kon- ungs um úrbætur. En það, hversu afar- illa þessari bænarskrá var tekið af stjórn- inni, stafaði ekki hvað sízt af álitsgerð sölunefndar um hana til rentukammers.22 Og afstaða nefndarinnar mótaðist eigi all- lítið af því, að hún hafði þá nýlega sjálf lokið þátttöku sinni í íslandsverzlun- inni við heldur lítinn orðstír.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.