Andvari - 01.06.1963, Page 100
98
HERMAN M. WARD
ANDVARI
nafni. Skólastjórnin úrskurðaði, að Robert skyldi i’lytja velfarnaðarminnið, hina
venjulegu kveðjuræðu. Elinor hefur samt að líkindum átt síðasta orði,ð. Þau
gengu í hjónaband þremur árum síðar.
Ur menntaskólanum fór Frost í Dartmouth háskólann, en dvaldi þar aðeins
nokkra mánuði. Námsstaglið þar varð honum leiðigjarnt um of. Hann sneri
heim og hjálpaði móður sinni við skólakennsluna, vann það, sem til féll, og
orti. Þegar hann var tuttugu og tveggja ára, áskotnuðust honum 15 dalir fyrir
fyrsta ljóðið, sem hann sendi tímariti til birtingar. „Þetta er létt verk,“ sagði
hann og ráðgerði að yrkja eitt Ijóð á viku. „En,“ bætti hann við síðar, „næsta
ávísun lét lengi standa á sér.“
Tuttugu og tveggja ára gamall sneri hann aftur til háskólanáms, í þetta sinn
til Harvard um tveggja ára skeið, þar sem honum gekk ágætlega í grísku. Hann
fór þaðan próflaus. (Mörgum árum síðar átti Harvard eftir að veita honum nafn-
hót heiðursdoktors). Nú fór hann með konu sína og tvö börn til Derry í Nýja
Hampshire, þar sem afi hans hafði gefið honum jörð með því skilyrði, að hann
byggi þar í tíu ár. Frost efndi loforð sitt, en liann hafði annað í huga. Eftir
ellefu ár reyttu þau hjónin saman allt það fé, sem þau máttu, seldu jörðina og
héldu til Englands. Einnig þar fengust þau við búskap, en meiri þýðingu hafði
það, að þar komust þau í samband við önnur skáld og útgefanda, sem féllst á að
gefa út ljóð Frosts.
Þegar hér var komið sögu hans, höfðu tuttugu ára ritstörf gefið honum í
aðra hönd kringum 200 dali, — sem vissulega var enginn lífeyrir. Flest ljóð hans
liöfðu amerísku tímaritin endursent. í Englandi safnaði hann saman ljóðum
sínum 1913, valdi úr þeim og gaf þau út í bók, er hann nefndi „A Boys Will“
(Llngs manns erfðaskrá). Gagnrýnendur brezku blaðanna tóku bókinni með
fögnuði. Önnur bók, „North of Boston“ (Norðan við Boston), kom út ári síðar.
Frost hafði samt engan hagnað af þessum tveimur bókum, og þar eð heims-
styrjöldin fyrri var hafin, fór hann með fjölskyldu sína aftur til Bandaríkjanna.
Þegar hann kom til New York bókstaflega auralaus, vildi svo til, að hann fletti
þar tímariti, sem hét New Republic, og þar var eitt af Ijóðum hans prentað
með leyfi Henry Elolt og Co. Hann kannaðist ekkert við þennan forleggjara og
fór á fund ritstjórans til að leita skýringar á þessu. Hinn síðarnefndi var svo
vinsamlegur að láta honum í té peninga, sem nægðu til að hann gæti komizt
með fjölskyldu sína til Nýja Englands. Áður en árið var liðið, höfðu Frost
borizt margar beiðnir um fyrirlestra, og ljóð hans tóku að seljast.
I raun réttri skipaði Frost þrjár stöður um ævina. Hann var bóndi, kennari
og skáld; hann hélt öllum þessum störfum áfram til dauðadags, í janúar 1963.
í æsku lagði hann á sig mikið erfiði, er hann reyndi að draga fram lífið af snauðri