Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1963, Page 113

Andvari - 01.06.1963, Page 113
ANDVARI ÁHRIF KENNINGA I. 1>. PAVLOFFS Á SOVÉZKA SÁLARFRÆÐI 111 á, að við viðbragðamyndun breyttist ytri orka í taugaorku. Pavloff hélt því fram, að líkami og umhverfi væri í órjúfandi einingu. Hinar ytri aðstæður hefðu ákvarðandi áhrif á líkamann. Areiti væri ætíð óháð vitund mannsins, og viðbragða- boginn væri verkfæri mannsins til þess að ákvarða svar eða hegðun líkamans við því. Víkjum nú aftur að viðbragðakenn- ingunni. Pavloff tók eftir því við tilraunir sínar með skilyrðisbundin viðbrögð, að á tilraunadýrið (hundur) seig svefnhöfgi, það dottaði eða sofnaði, ef styrkingin (skilyrðislausa áreitið) kom seinna en það var vant, eða kom ekki. Þetta atriði til- raunanna kallaði Pavloff seinkun og út- skýrði áhrif hennar með því sem hann nefndi hcmlun taugaferlanna. Einnig myndaði Pavloff skilyrðis- bundið viðbragð hjá einum af hundum sínum á gult ljós. Síðan gaf hann hund- inum að óvörum hvítt ljós. Þá kom á daginn, að hundurinn brást eins við hvíta ljósinu og því gula. Þetta kallaði Pavloff alhæfingu (generalísasjón) og útskýrði hana með dreifingu taugaferla í heilan- um. Þá tókst Pavloff að fá tilraunadýr sín til þcss að gefa viðbragð aðeins við mjög ákveðin áreiti. Þannig tókst honum að fá hund til þeses að greina að hring og sporbaug með 9/8 í þvermál. Þetta fyrir- brigði kallaði Pavloff sundurgreiningu (differentiasjón) og útskýrði með sam- þjöppun (konsentrasjón) taugaferla í heil- anum. Á grundvelli þessara og fjölmargra fleiri tilrauna myndaði Pavloff lögmál sín urn æðri taugastarfsemi. Grundvöllur þessara lögmála er við- bragðakenningin. Myndun viðbragða og hvarf þeirra er hið almennasta lögmál, sem gildir um alla heilastarfsemi yfir- leitt. Þegar áreiti snertir skynfæri, hefjast taugaferli, sem berast til heilans í gegn um analísatorinn. Þá vaknar spenna í viðkomandi heilastöðvum. Taugastöðin tekur þá til starfa og eyðir orku. Þessi ferli eru nátengd úrholdgun (dissimila- sjón). Orkan nýtist við svarviðbragðið. Jafnframt þessurn ferlum vaknar í heil- anum hemlun, þ. e. a. s. ferli, scm tengd eru samlögun (assimilasjón), hvíld og svefni. Þetta er það fyrirbrigði, sem kom fram hjá liundi við seinkun. Þetta hug- tak físíólógíunnar er undirstaðan undii kenningu sálarfræðinnar um svefn og drauma. Þessi tvenn andstæðu ferli eiga sér stöðugt og óaflátanlega stað í heilanum. Þegar einhver heilafruma er eklci í spennu, þá er hún í hemlun. Þetta er Iiið þriðja lögmál um æðri taugastarf- semi, lögmálið um gagnkvæmt span (in- dúksjón) þessara ferla. Þegar taugaboð berast til heilans, her- taka þau viðkomandi taugamiðstöð, og nálægar frumur komast einnig í spennu. Þetta er kenningin um dreifingu (irradía- sjón) taugaferla. Á svipaðan hátt er talað um samþjöpp- un (konsentrasjón) taugaferla, þegar þau dragast saman. Þessi ferli eru andstæð, þar sem aðeins um annað hvort getur verið að ræða i einu. Um þau gildir því lögmálið um gagnkvæmt span. Þannig á sér t. d. stað samþjöppun taugaspennu, þegar menn sofna, en dreifing hennar þegar menn vakna. Jafnrétt væri að segja, að dreifing hemlunar ætti sér stað, þegar menn sofna, en samþjöppun, þegar menn vakna. Draumar eru einmitt skýrðir með eilít- illi dreifingu spennu á litlu svæði í heil- anum, þegar hemlun ríkir í honum. Höfuðlögmál Pavloffs um æðri tauga- starfsemi má því orða á sem stytztan hátt á þessa leið: Lögmálið um spennu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.