Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 117

Andvari - 01.06.1963, Blaðsíða 117
ANDVARI ÁHRIF KENNINGA I. P. PAVLOFFS Á SOVÉZKA SÁLARFRÆÐI 115 ar Pavloffs á öðru merkjakerfinu. Eins og sjá má, eru þær settar fram í rnjög al- mennum orðum, og önnur ummæli hans um þetta efni kveða ekkert nánar á um hugtakið. I rauninni má segja, að kenn- ing Pavloffs um annað merkjakerfið, hafi aðeins verið sett fram sem tilgáta, enda studdi hann sjálfur aldrei þessa kenn- ingu sína með neinum tilraunum. Það verk, sem Pavloff vannst ekki tími til að vinna, hefur verið framkvæmt af læri- sveinum hans, sem hafa gert fjölmargar og fjölþættar tilraunir til þess að sanna tilvist annars merkjakerfisins og rannsaka starfsemi þess. Þeir telja, að hér sé ekki lengur um neina tilgátu að ræða, og öll kenning sovézkrar sálarfræði um mál og hugsun, jafnvel um skapgerð og hæfi- leika, hvílir á kenningunni um merkja- kerfin tvö. Kenning Marx og Engels að vinnan hafi skapað manninn, og mann- legt mál hafi skapazt fyrir sakir nauð- synjar á hugsanaskiptum, og sú nauð- syn hafi vaxið stöðugt eftir því sem mað- urinn fór að þekkja heiminn betur hefur verið tengd við kenningu Pav- loffs um að orðið hafi skapað mann- inn, og því þarafleiðandi haldið fram, að annað merkjakerfið hafi skapazt smám saman í þróunarsögu mannsins við ferli vinnunnar. „Kenning Pavloffs er í fullu samræmi við hina marx-lenínsku heim- speki" (K. M. Bykoff Kenning Pavloffs . . . , formáli, bls. 18). Marx og Engels útskýrðu eðli mannsins út frá þjóðfé- lagslegum aðsíæðum, en sú kenning fær samt mjög lítið rúm í sovézkri sálarfræði. Þótt undarlegt sé, er hún eingöngu rniðuð við manninn sem líffræðilega veru. Orðið er sérstök tegund áreitis, sem einkennist af því, að það kemur í stað- inn fyrir hvaða áreiti sem er, „innleiðir reglu sértekningar og alhæfingar" (Pav- loff, 20 ára reynsla . . . , hls. 437). Orðið er tákn, hefur í sér fólgna merkingu, sem skýrist með því, að það hefur í för með sér sama viðbragð og konkret áreiti. Orðið sem áreiti, sem alhæft merki, er greint og tengt í heilaberkinum. Þetta táknar, að tengsl milli orðanna og aðgreining þeirra gerir manninum kleift að öðlast óendanlega möguleika til þekkingar á heiminum. Annað merkjakerfið er ákveðið kerfi taugatengsla í heilanum. Þar með teljast frumur, sem stjórna tali, heyrn og sjón. Talstöðvar heilans tengjast öll- unr taugaleiðum, sem bera viðbrögð til heilans. Annað merkjakerfið er æðra og yngra í sögu taugakerfisins heldur en fyrra merkjakerfið og stjórnar hinum óæðri, lægri strúktúrum (fyrra merkja- kerfinu). Fyrra og seinna merkjakerfið eru í stöðugum gagnkvæmum tengslum. Konkret áreiti getur haft í för með sér tal, — myndun orða. Orðið hefur einnig það hlutverk að þjóna sjálfstjáningu manna og hugsanaskiptum. Gagnverkan merkjakerfanna kemur m. a. fram í því, að orðið sem merki annars merkjakerfisins sækir innihald sitt, merkingu sína í merki fyrra merkja- kerfisins. Tilraunir hafa verið gerðar þessu til sönnunar. Einn af lærisveinum Pavloffs, Psoník, myndaði skilyrðisbundið viðbragð hjá manni á ljós. Síðan setti hann orð sem áreiti í stað ljóssins, og kom þá í Ijós, að það hafði sama viðbragð í för með sér og Ijósið (konkreta áreitið). Þessar tilraunir eru grunnur fullyrðing- ar um, að í heila mannsins sé ákveðið kerfi taugatengsla, sem tengir orð-við- bragð við konkret áreiti-viðbragð. (Sjá urn orð sem áreiti og viðbragð: Mogens Fog: „Fem forelæsninger om neurologi for psykologer. Kh. 1955). Prófessor A. G. Ivanoff-Smolénskí, einn af lærisveinum Pavloffs, þóttist komast að því með margvíslegum rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.