Andvari - 01.06.1966, Síða 5
BJARNI BENEDIKTSSON:
OLAFUR THORS
Ólafur Thors var fæddur í Borgarnesi 19. janúar 1892. Hann var hinn
fjórði í röð tólf barna þeirra hjóna Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur og
Thors Jensens.
Thor Jensen var fæddur hinn 3. desember 1863 í Kaupmannahöfn,
sonur Jens Cristians Jensens, byggingameistara, og síðari konu hans Andreu
Louise, dóttu'r Andreas Vilhelms Mortens, kennara í Raavad á Norður-Sjálandi.
Thor var hinn fjórtándi í röð sextán bama Jens Cristians Jensens. Jens
Cristian var sonur Ole Jensens, sem um skeið rak gistihús í Kaupmanna-
höfn, en mun aðallega hafa stundað sjómennsku. Ole var fæddur 1780 í
Helsingör og drukknaði 1817. Sonur hans Jens Cristian fæddist 1811 og dó
1872. Hann var athafnasamur byggingameistari, vel efnaður um skeið, en
missti eigur sínar í fjárhagsörðugleikum þeim, sem í Danmörku fylgdu í
kjölfar ósigursins í Slésvíkurstríðinu 1864.
Thor Jensen ólst því upp við fremur kröpp kjör, fór snemma að heiman,
var um hríð á heimavistarskóla og var ungur að árum sendur sem verzlunar-
lærlingur í Brydes-verzlun á Borðeyri við Hrútafjörð. Þar kynntist hann
brátt Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur, sem hafði flutzt á þessar slóðir
með móður sinni, Steinunni Jónsdóttur, eftir lát manns Steinunnar og föður
Margrétar, Kristjáns Sigurðssonar, bónda í Hraunhöfn á Snæfellsnesi. Hann
drukknaði í Búða-ós í sumarbyrjun árið 1868, þá á bezta aldri. Margrét var
fædd hinn 6. september 1867 í Hraunhöfn í Staðarsveit, og bjuggu nán-
ustu forfeður hennar í sveitum á Snæfellsnesi og í Borgarfirði. Þekktastur
þeirra er Guðmundur Jónsson, prófastur að Staðastað, er dó 1836, maður
vel lærður á sinni tíð, samdi hann m. a. Safn af íslenzkum orðskviðum, sem
út kom í Kaupmannahöfn á kostnað Bókmenntafélagsins 1830. Einn langafi
Steinunnar, móður Margrétar Þorbjargar, var Ólafur lögréttumaður Jónsson
á Lundum, kallaður himnasmiður, ættfaðir Lundaættar, sem fjöldi manns
er af kominn. Sjálf var Steinunn náskyld Sveini Guðmundssyni, verzlunarstjóra
á Búðum og síðar á Borðeyri, og var löngum í skjóli hans, enda hélzt lengi
vinátta milli afkomenda beggja. Lengra fram má rekja ættir Margrétar Þorbjargar