Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 9

Andvari - 01.06.1966, Side 9
ANDVARI ÓLAFUR THORS 7 þau fluttu í einbýlishús við Garðastræti 41, sem Ólafur lét reisa, og var þar síðan heimili þeirra til dauðadags. Á sumrum dvöldu þau hjón á fyrri árum oftast nokkurn tíma í sumarhúsum vestur við Haffjarðará, en á síðari árum í bústað, sem Ólafur lét byggja við Þingvallavatn. Frú Ingibjörg er kona gáfuð og góð- viljuð, vel að sér og kyrrlát. Veitti hún Ólafi skjól og styrk á stormasamri ævi. Þau Ingibjörg og Ólafur eignuðust fimm böm. Elzta bamið, Thor, dó 1921, einungis á fimmta ári, og varð foreldrum sínum mjög harmdauði. Hin em á lífi: Frú Marta, kona Péturs Benediktssonar bankastjóra, Thor framkvæmda- stjóri, sem kvæntur er Stefaníu dóttur Bjama bíóstjóra Jónssonar, frú Ingibjörg kona Þorsteins Gíslasonar framkvæmdastjóra og frú Margrét Þorbjörg kona Þorsteins Jónssonar flugmanns. Lét Ólafur sér mjög annt um hag þeirra allra og undi ætíð vel samvistum við fjölskyldu sína. Seint á fyrsta tug aldarinnar gekk Thor Jensen ásamt nokkrum erlendum fjáraflamönnum og Pétri Thorsteinssyni, kaupmanni og útgerðarmanni á Bíldu- dal, í mikið félag, sem átti að stunda hér verzlun og útgerð. Hlaut það rnanna á meðal nafnið Milljónafélagið og hafði mikið um sig í fyrstu, en lenti skjótt í fjárþrotum. Hafði Thor af því bæði tjón og raun, enda komust á loft ýmsar kvik- sögur um þau samskipti öll. Danir settu stranga endurskoðun á rekstur og upp- gjör. AÖalmaður hennar var H. J. Hendriksen, sem löngu síðar varð verzlunar- málaráðherra í Danmörku, foringi íhaldsflokksins þar og mikils metinn fjármála- maður. Hann kynnti sér gjörla allt reikningshald og kvað upp þann úrskurð, að allt væri hreint af hálfu Thors Jensens. Ólafur var á viðkvæmum aldri, er þetta gjörðist, fylgdist að sjálfsögðu með öllu og tók sér nærri söguburð um föður sinn. Sérstaklega sámaði honum, að hann taldi sig hafa fyrir því öruggar heimildir, að þegar fyrsti aðalfundur Eimskipafélags íslands var haldinn, hefði því veriÖ dreift, að faðir hans, sem þá var í viðskiptaerindum erlendis, væri „stunginn af“ þ. e. hefði flúiÖ land. Svo mikiÖ er víst, að Thor var þá ekki kos- inn í stjórn og varð því ekki formaÖur félagsins, þó að hann hefði veriÖ for- maður bráÖabirgðastjórnar. Eftir skýrslu Flendriksens til hinna dönsku hluthafa bar Ólafur hlýhug til hans, og hélzt vinátta með þeim alla ævi síðan. Elzti bróðir Ólafs, Richard, hafði verið við verzlunarnám erlendis og réðst þegar heim kom til starfa hjá Milljónafélaginu. Hann varð skjótt hægri hönd föður síns. Báðir undu þeir feÖgar illa vistinni hjá Milljónafélaginu, og varð það að ráði, að hinn 22. rnarz 1912 var h.f. Kveldúlfur stofnaður, til kaupa á brezkum togara, sem hlaut nafniÖ Skallagrímur. Stofnendur félagsins voru þau hjón Thor og frú Margrét, ásamt fjórum elztu sonum þeirra: Richard, Kjartani, Ólafi og Hauki. Richard var framkvæmdastjóri og formaður stjómarinnar, en Kjartan og Ólafur í stjóra með honum. Þegar þetta gerðist var Thor enn framkvæmdastjóri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.