Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 10

Andvari - 01.06.1966, Side 10
8 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARl Milljónafélagsins og tók því ekki strax við störfum hjá hinu nýja félagi. Ivvekh úlfur var í nokkra áratugi umsvifamesta atvinnulyrirtæki hér á landi. Richard var þar löngum aðalmaðurinn, framan af með umsjá föður síns. Síðar urðu þeir einnig framkvæmdastjórar: Kjartan, Ólafur, Haukur og Thor, Ólafur á árinu 1914. Félagið rak einkum togaraútgerð, átti sjö togara, þegar mest var. Enn- fremur rak það lengi mikla saltfiskverzlun, og um sinn flutningaskip, síldarsöltun og síldarbræðslu. Félagið átti eignir víðs vegar, græddist stórfé í fyrra stríði og komst klakklaust út úr örðugleikum eftirstríðsáranna. Flagur þess stóð með mikl- um blóma, allt til gengishækkunarinnar 1925, þegar það varð fyrir miklum skakka- föllum. Tilfinnanlegri urðu þó örðugleikarnir eftir að heimskreppan skall á og einkanlega eftir ringulreiðina, sem varð á Spáni vegna falls konungdæmisins og borgarastyrjaldarinnar á fjórða tug aldarinnar. Með hyggingu Hjalteyranærk- smiðjunnar á árinu 1937 vænkaði hagur h. f. Kveldúlfs á ný og til fulls rétti félagið við í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það hvarf Kveldúlfur að mestu frá útgerð togara og sneri sér nær eingöngu að síldarbræðslu með eflingu verksmiðj- unnar á Hjalteyri og forustu um byggingu Faxaverksmiðjunnar í Reykjavík. En á þessum árum hefur síld naumast veiðzt fyrir Norðurlandi og úr síldveiðum fyrir Suðvesturlandi varð lengi vel mun rninna en menn hugðu á árunum 1946 og 1947. Af þessum ástæðum hefur Kveldúlfur átt örðugt uppdráttar síðustu ár, og hafði Ólafur af því þungar áhyggjur. Hann helgaði Kveldúlfi meginhluta starfsorku sinnar frá því að hann gerðist þar fyrst framkvæmdastjóri 1914 og nokk- uð fram yfir 1930. Eftir það hætti hann að fara til daglegra starfa á skrifstofu félagsins, en var ætíð með í ráðum urn allar meiri háttar ákvarðanir og fylgdist af lifandi áhuga með því hvað gerðist. Áhrif Kveldúlfs verða seint of metin. Aðrir höfðu að vísu forustu um upphaf íslenzkrar togaraútgerðar, en Thor Jensen var einn af eigendum Jóns forseta, fyrsta togarans, sem íslendingar létu smíða fyrir sig. Hinir ungu skipstjórar, sem hundust samtökum um það stórvirki, leituðu samstarfs við Thor Jensen, þegar þeir sáu, að betra var að hafa með í hópnum veraldarvanari mann og kunnugri viðskiptum en þeir sjálfir voru, og mynduðu þeir félagið Alliance. Má segja, að þar með hafi orðið þáttaskil í útgerð íslendinga. Þangað til höfðum við verið langt á eftir öðrum, sem stunduðu fiskveiðar í nánd við landið, nú komumst við fljótt í forustusveit. Ólafur Thors hafði oft orð á því, að það hefði verið gæfa íslenzkri togaraútgerð, að jafn stjórnsamur maður, hygginn og yfirlætislaus og Halldór Kr. Þorsteinsson, skyldi verða skipstjóri á fyrsta togaranum og móta þannig öllum öðrum fremur þá stétt, sem átti ríkan þátt í að leggja fjár- hagsgrundvöll að fullveldi þjóðarinnar. Sjálfir urðu Kveldúlfsmenn vegna umsvifa sinna og athafnasemi allra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.