Andvari - 01.06.1966, Side 10
8
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
Milljónafélagsins og tók því ekki strax við störfum hjá hinu nýja félagi. Ivvekh
úlfur var í nokkra áratugi umsvifamesta atvinnulyrirtæki hér á landi. Richard
var þar löngum aðalmaðurinn, framan af með umsjá föður síns. Síðar urðu þeir
einnig framkvæmdastjórar: Kjartan, Ólafur, Haukur og Thor, Ólafur á árinu
1914. Félagið rak einkum togaraútgerð, átti sjö togara, þegar mest var. Enn-
fremur rak það lengi mikla saltfiskverzlun, og um sinn flutningaskip, síldarsöltun
og síldarbræðslu. Félagið átti eignir víðs vegar, græddist stórfé í fyrra stríði og
komst klakklaust út úr örðugleikum eftirstríðsáranna. Flagur þess stóð með mikl-
um blóma, allt til gengishækkunarinnar 1925, þegar það varð fyrir miklum skakka-
föllum. Tilfinnanlegri urðu þó örðugleikarnir eftir að heimskreppan skall á og
einkanlega eftir ringulreiðina, sem varð á Spáni vegna falls konungdæmisins
og borgarastyrjaldarinnar á fjórða tug aldarinnar. Með hyggingu Hjalteyranærk-
smiðjunnar á árinu 1937 vænkaði hagur h. f. Kveldúlfs á ný og til fulls rétti
félagið við í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það hvarf Kveldúlfur að mestu frá
útgerð togara og sneri sér nær eingöngu að síldarbræðslu með eflingu verksmiðj-
unnar á Hjalteyri og forustu um byggingu Faxaverksmiðjunnar í Reykjavík. En
á þessum árum hefur síld naumast veiðzt fyrir Norðurlandi og úr síldveiðum
fyrir Suðvesturlandi varð lengi vel mun rninna en menn hugðu á árunum 1946
og 1947. Af þessum ástæðum hefur Kveldúlfur átt örðugt uppdráttar síðustu
ár, og hafði Ólafur af því þungar áhyggjur. Hann helgaði Kveldúlfi meginhluta
starfsorku sinnar frá því að hann gerðist þar fyrst framkvæmdastjóri 1914 og nokk-
uð fram yfir 1930. Eftir það hætti hann að fara til daglegra starfa á skrifstofu
félagsins, en var ætíð með í ráðum urn allar meiri háttar ákvarðanir og fylgdist
af lifandi áhuga með því hvað gerðist.
Áhrif Kveldúlfs verða seint of metin. Aðrir höfðu að vísu forustu um upphaf
íslenzkrar togaraútgerðar, en Thor Jensen var einn af eigendum Jóns forseta,
fyrsta togarans, sem íslendingar létu smíða fyrir sig. Hinir ungu skipstjórar, sem
hundust samtökum um það stórvirki, leituðu samstarfs við Thor Jensen, þegar
þeir sáu, að betra var að hafa með í hópnum veraldarvanari mann og kunnugri
viðskiptum en þeir sjálfir voru, og mynduðu þeir félagið Alliance. Má segja, að
þar með hafi orðið þáttaskil í útgerð íslendinga. Þangað til höfðum við verið
langt á eftir öðrum, sem stunduðu fiskveiðar í nánd við landið, nú komumst við
fljótt í forustusveit. Ólafur Thors hafði oft orð á því, að það hefði verið gæfa
íslenzkri togaraútgerð, að jafn stjórnsamur maður, hygginn og yfirlætislaus
og Halldór Kr. Þorsteinsson, skyldi verða skipstjóri á fyrsta togaranum og
móta þannig öllum öðrum fremur þá stétt, sem átti ríkan þátt í að leggja fjár-
hagsgrundvöll að fullveldi þjóðarinnar.
Sjálfir urðu Kveldúlfsmenn vegna umsvifa sinna og athafnasemi allra