Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 18

Andvari - 01.06.1966, Síða 18
16 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI 1932. Myndaði Ásgeir Ásgeirsson þá stjóm með stuðningi Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks. I henni áttu sæti af hálfu Framsóknar Ásgeir og Þorsteinn Briem, en af hálfu Sjálfstæðismanna Magnús Guðmundsson. Magnús var tregur til stjómarþátttöku og vildi heldur, að Olafur Thors tæki þar sæti, en hann lét þess engan kost. Verulegur hluti Framsóknarflokksins undir forystu Jónasar Jóns- sonar var eitraður á móti þessari stjórnannyndun, og í sömu svifurn og Jónas hvarf úr embætti dómsmálaráðherra lét hann höfða sakamál gegn Magnúsi Guðmundssym vegna afskipta hans af gjaldþrotamáli einu. Magnús lýsti þegar i stað yfir því, að hann mundi engar ráðstafanir gera til að stöðva málið, og tók Hermann Jónasson, sem þá var lögreglustjóri í Reykjavík og hafði á sínum tíma ungur að aldri verið skipaður í það embætti af Jónasi Jónssyni, því málið til rann- sóknar og dómsálagningar, en lögreglustjóri fór á þessum árurn einnig með dóms- vald í opinberum rnálum. Um haustið 1932 var Ólafur Thors sendur ásamt Jóni Árnasyni, þá forstjóra S. í. S., til Noregs til að semja um viðskiptamál milli landanna, einkum aðstöðu norskra síldarverksmiðja á íslandi og takmarkaðan athafnarétt norskra síldveiði- skipa hér gegn innflutningsheimild á íslenzku saltkjöti til Noregs. Samningur þessi var staðfestur á Alþingi og voru þó þá þegar uppi landráðabrigzl, sem ætíð síðan hafa fylgt flestri samningsgerð við erlenda rnenn. Auðvitað reyndust þau brigzl ástæðulaus og samningurinn hagstæður íslendingum, enda var annar samningsmaður Norðmanna T. Andersen-Rysst, löngu síðar mörg ár sendiherra Norðmanna hér, einn áhugasamasti Norðmaður urn Islandsmál, okkur velviljaður óðrum fremur og einkavinur Ólafs eftir þessa samvinnu þeirra. Þessi samninga- gerð mun hafa verið hin fyrsta, sem Ólafur annaðist af ísiands hálfu. Er hér var komið, hafði heimskreppan heltekið ísland, og náði hún þó seinna hingað en til flestra annarra landa. Hófst þá alvarlegt atvinnuleysi i Reykjavík. Þegar fram á árið kom, taldi bæjarstjórnin, sem efnt hafði til atvinnubótavinnu, sér ekki fært að halda henni áfram nema með lækkuðu kaupi. Verkalýðurinn taldi þetta hins vegar árás á sig, þegar hann ætti í vök að verjast. Var þá þegar hafið kapphlaup kommúnista og Alþýðuflokks um fylgi verkamanna. A lundi bæjar- stjórnar Reykjavíkur hinn 9. nóvember 1932, þegar ræða skyldi atvinnubóta- vinnu og kaupgjald, varð uppþot meðal áheyrenda. Héðinn Valdimarsson, sem þá var einn af loringjum Alþýðuflokksins, formaður Dagsbrúnar og bæjarfull- trúi, tók stólfætur og rétti uppþotsmönnum. Þegar í óefni var kornið, var fundi slitið, en bæjarfulltrúar reyndu að forða sér. Urðu þá sumir fyrir hnjaski, ekki sízt Jakob Möller, sem nokkrir æsingamenn eltu og felldu i götuna fyrir norðan Dónrkirkjuna. Það var ljót sjón, og komu þeir Ingólfur, sonur Jakobs, er þá þegar var manna vaskastur, þótt ungur væri, og nokkrir röskir lögregluþjónar í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.