Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 20

Andvari - 01.06.1966, Side 20
18 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI mörkuðum hefði áður valdið íslenzkum fiskútflytjendum ómældu tjóni, og vildi ekki fallast á fullyrðingar um, að breyttar aðstæður gerðu nú ráðlegt að taka upp þann hátt, sem að hans dómi hafði áður reynzt skaðsamlegur. Ólafur lét af ráðherrastörfum hinn 23. desemher, jafnskjótt og Magnús Guðmundsson hafði verið alsýknaður af Hæstarétti. Magnús var þó ófús að taka við ráðherrastörfum aftur. Hann hafði fengið nóg af stjórnmálaerjum, en öllum öðrum, þ. á. m. Ólafi, þótti einsýnt, að eins og á stóð yrði Magnús að taka á ný við sínu fyrra starfi. Hins vegar duldist Ólafi ekki eftir þessa fyrstu stjómarsetu, þótt skammvinn væri, að stjómarstörf lágu vel fyrir honum. Þegar tekizt hafði að semja um nýja kjördæmaskipan á sæmilega viðhlítandi hátt, þótt enginn væri ánægður til fulls, var þing rofið og gengið til kosninga hinn 16. júlí 1933. Við þær kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 48% atkvæða, Framsóknarflokkurinn 23,9%, Alþýðuflokkurinn 19,2%, Kommúnistaflokkur- inn 7,5% og utan flokksmenn 1,4%. Kosningaúrslitin uku mjög á bjartsýni Sjálfstæðismanna um, að þeir mundu bera sigur úr býtum, þegar kosið yrði samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá, ekki sízt vegna þess, að vitað var um vaxandi ósamkomulag og jafnvel klofning innan Framsóknarflokksins. Sjálfstæðismenn lögðu því sumarið 1933 undir forystu Ólafs Thors, sem gegndi formennsku í fjarveru Jóns Þorlákssonar, áherzlu á að knýja fram þinghald þegar í stað og nýjar kosningar þá strax um haustið. Fram- sóknarflokkurinn vildi hins vegar ekki á þetta fallast. Alþingi kom saman um haustið og kosningar urðu ekki fyrr en sumarið 1934. Sá dráttur varð þó ekki til þess að draga úr sigurvissu Sjálfstæðismanna, því að Framsóknarflokkurinn klofn- aði opinberlega þá um veturinn, þegar Tryggvi Þórhallsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra og formaður flokksins, stofnaði Bændaflokkinn. Sjálfur forsætisráðherr- ann, Ásgeir Ásgeirsson, bauð sig fram utan flokka við kosningarnar 1934. Jón Þorláksson sagði af sér flokksformennsku, þegar fram á árið 1934 kom, og var Ólafur Thors kosinn í hans stað, hinn 2. október 1934. Afsögn Jóns var ekki vegna ósamkomulags hans við Ólaf eða aðra flokksmenn, heldur af því tvennu, að í árslok 1932 hafði Jón verið kjörinn borgarstjóri í Reykjavík og nokkru síðar kennt þess heilsubrests, sem dró hann til dauða, langt fyrir aldur fram í marz 1935. Hitt er önnur saga, hvernig á því stóð, að Jón Þorláksson var kosinn borgarstjóri. Þess er þó skylt að geta, að þar átti Ólafur Thors verulegan hlut að, m. a. með því að telja annan fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjarstjórn, dr. Pál Eggert Ólason, á að hindra, að kosning færi fram á meðan horfur voru á því að einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Hjalti Jónsson, sameinaðist andstæð- ingunum um borgarstjóraval. Þeim, sem við voru staddir, varð ógleymanlegt, þegar dr. Páll sagði heima hjá Ólafi: „Enginn veit, hvað ég geri á næsta fundi“. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.