Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 25
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
23
með því að veita til þess fé á svipaðan hátt og verið hefir undanfarin tvö ár,
eftir því sem fjárhagur leyfir.
Þótt hér séu talin nokkur atriði viðvíkjandi útgerðinni, vegna þess, hve
mjög þau mál hafa verið rædd síðustu mánuðina, og þörf aðgerða aðkallandi,
er það að sjálfsögðu meginstefnuatriði stjómarinnar, svo sem að framan segir,
að styðja og efla framleiðslustarfsemina yfirleitt, ekki sízt landbúnaðinn, nauð-
synlegan iðnað og ennfremur rannsókn og meiri nýtni á auðlindum landsins,
sem þegar er liafinn nokkur undirbúningur að. Stjórnin mun m. a. leggja sér-
staka áherzlu á stóraukna framleiðslu ýmissa landbúnaðarvara til notkunar
innanlands, svo sem garðávaxta, alls konar grænmetis o. fl. Og ennfremur
verður áherzla á það lögð, að auka verulega notkun landbúnaðarafurða inn-
anlands.“
Ólafur Thors sagði:
,,Samningaumleitanir þær, er nú hafa leitt til þess, að mynduð hefir verið
samsteypustjóm, hófust á öndverðu þessu þingi, og átti málið þó nokkurn að-
draganda. Mun mörgum þykja, sem óþarflega lengi hafi verið setið við samn-
ingaborðið, en þó munu flestir'við íhugun viðurkenna, að miklum örðugleik-
um sé bundið að koma á samstarfi milli flokka, er svo lengi hafa verið á önd-
verðum meið og harizt harðvítugri baráttu, og sé því sízt að undra, þótt eigi
hafi dregið til samkomulags fyrr en raun ber vitni um.
Innan þingflokks Sjálfstæðismanna hefir frá öndverðu ríkt mikill skiln-
ingur á því, að vegna vaxandi örðugleika í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar
og þess, hve horfumaf í nágrannalöndunum era ískyggilegar, væri rnjög æski-
legt að fella um ske-ið niður flokkaharáttuna, svo þjóðin gæti sem hezt og mest
sameinazt til vamar gegn aðsteðjandi hættum. Samningamir hafa því af hendi
Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst staðið um það, að hve miklu leyti hinir
samningsaðilarnir væru fáanlegir til þess að gera þær ráðstafanir, er að dómi
Sjálfstæðisflokksins teldust heppilegastar til að bæta úr vandræðum líðandi
stundar og verjast sem bezt áföllum í náinni framtíð.
Það liggur í hlutarins eðli, að þegar mynduð er slík samsteypustjóm, verða
þeir, er að henni standa, að gera sér Ijóst, að enginn einn flokkur má vænta
þess að geta hrandið öllu í framkvæmd, er hann helzt kysi, og hefir þing-
flokkur Sjálfstæðismanna í þeim samningaumleitunum, er fram hafa farið,
haft fulla hliðsjón af þessari staðreynd og byggt óskir sínar og kröfur á þeim
grandvelli.
í þeim samningi, er nú hefir verið gerður um stefnu og starf samsteypu-
stjórnarinnar og hæstv. forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjómarinnar hefir lýst.