Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 34

Andvari - 01.06.1966, Page 34
32 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVAHI Og í bréfi, sem ríkisstjóri skrifaði forseta sameinaðs þings hinn sama dag segir: „Ég leyfi mér hér með að tilkynna yður, herra forseti, að ég hefi talið mér skylt að skipa stjóm utan þings, eftir að hafa kannað að árangurslausu allar hugsanlegar leiðir til myndunar stjómar þingmanna, sem hefðu fyrirfram tryggt fylgi meiri-hluta Alþingis." Með þeirri athafnasemi, sem lýsti sér í þessum aðgerðum ríkisstjórans, var mjög brugðið frá þeirri venju, sem konungur hafði ætíð fylgt frá því, að þing- ræði hófst fyrst á landi hér. Þá hafði fráfarandi ríkisstjórn undantekningarlaust verið látin sitja að völdum, stundum marga mánuði, þangað til tekizt hafði að afla nýrri stjóm fylgis eða hlutleysis meirihluta þingmanna. Þessi regla hafði auðvitað ekki verið valin af handahófi, heldur vegna þess, að samkvæmt henni hvíldi ábyrgðin á Alþingi. Ef meirihluti þess vildi losna við sér ógeðfellda stjórn, varð hann að koma sér saman um aðra nýja. Ef utanaðkomandi aðili gripi inn í, var viðbúið, að hvötin til nauðsynlegs samstarfs og ábyrgðar meirihluta eyddist. Aðvaranir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjóra vom byggðar á slíkum bollaleggingum, enda töldu þeir, að hér væri í óefni stefnt. Ríkisstjóri hafði þær að engu. Málefnaleg tortryggni Sjálfstæðismanna gegn þessari ráðstöfun, sem jafngilti afsetning ríkisstjóra á stjóm Ólafs Thors, hlaut að vaxa við val á hin- um nýja forsætisráðherra. Allir viðurkenndu raunar, að hann væri einstakur heiðursmaður, en hinn 1. desember 1942 hafði hann haldið mjög einbeitta og harðorða ræðu um sjálfstæðismálið, sem ekki varð skilin á annan veg en svo, að hann gagnrýndi ráðagerðir um sambandsslit við Danmörku og lýðveldis- stofnun, einnig eftir árslok 1943, þ. e. yfirleitt á meðan á ófriðnum stæði. Ólafur Thors og nánustu samstarfsmenn hans voru því frá upphafi lítt hrifnir af þeirri ráðabreytni, sem fólst í skipun utanþingsstjórnarinnar. Engu að síður tóku þeir málefnalega afstöðu til hennar og studdu allar hennar tillögur, er þeir töldu horfa til góðs. Þeir fögnuðu þess vegna heilshugar, þegar stjómin tók veturinn 1943—1944 — gagnstætt því, sem óttazt hafði verið eftir 1. desem- ber-ræðu dr. Björns — nrjög skelegga afstöðu með sambandsslitum og lýð- veldisstofnun á árinu 1944. En þá brá svo við, að ríkisstjóri gerði, að ríkisstjóm- ínni fomspurðri, tillögu um að bera málið undir þjóðfund þvert ofan í ákvæði stjómskipunarlaganna frá 16. desember 1942. Sú tillaga fékk þó engan hljóm- gmnn og tókst að ná svo að segja allsherjar-samkomulagi um markmið og máls- meðferð, sem staðfest var með þjóðaratkvæðagreiðslu urn vorið 1944. í öllum þessum sviptingum reyndi mjög á einbeitni Ólafs Thors, og brást hún aldrei. En vegna þess ágreinings, sem upp hafði komið við ríkisstjórann, Svein Björnsson, þótti Ólafi og ýmsum samstarfsmönnum hans ekki rétt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.