Andvari - 01.06.1966, Page 36
34
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
stjórnarmyndun, tilkynnti hinn 21. október rnyndun nýrrar ríkisstjórnar, sem
allir þingmenn aðrir en Framsóknarmenn stóðu að.
Stjórn þessi hlaut nafnið Nýsköpunarstjóm, og var Olafur Thors forsæíis-
ráðherra hennar og utanríkisráðherra, en aðrir í stjóminni voru Pétur Magnús-
son fjármálaráðherra, Áki Jakobsson sjávarútvegsmálaráðherra, Brynjólfur
Bjarnason menntamálaráðherra, Emil Jónsson samgöngumálaráðherra og Finnur
Jónsson dómsmálaráðherra. Tveir hinir fyrst töldu voru tilnefndir af Sjálfstæðis-
flokknum, hinir næstu af Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum, og
tveir hinir síðast töldu af Alþýðuflokknum. Eitt af nýmælum við skipun stjórn-
arinnar var það, að jafnmargir rnenn skyldu vera í henni af hverjum flokki.
Með því að gera öllum flokkum jafnhátt undir höfði hugðist Ólafur auðvelda
samstarfið, sem og varð, þó að jafnvel með þessu úrræði reyndist ærið erlitt að
koma stjóminni saman. Alþýðuflokkurinn var mjög tregur til þessa samstarfs,
enda tortrygginn mjög í garð beggja, Sjálfstæðismanna og Sósíalistaflokks. For-
ystumenn þessara síðast töldu flokka höfðu hins vegar nálgazt nokkuð við undir-
búning endurreisnar lýðveldisins, og Einar Olgeirsson setti í ræðu hinn 11.
september 1944 fram tillögur um nýsköpun atvinnulífsins, sem Ólafi Thors
féllu vel í geð. Þegar Ölafur hafði lesið upp á Alþingi forsetaúrskurð um skipun
og skiptingu starfa ráðherra og fleira, mælti hann:
„Ríkisstjórnin hefur komið sér saman um málefnagrundvöll, er felst í þeirri
stefnuskrá, er ég nú skal leyfa mér að lesa upp.
I.
A. Stjórnin vill vinna að því að tryggja sjálfstæði og öryggi íslands, með
því m. a.
1. Að athuga, hvernig sjálfstæði þess verði bezt tryggt með alþjóðlegum
samningum.
2. Að hlutast til um, að Islendingar taki þátt í því alþjóðasamstarfi, sem
hinar sameinuðu þjóðir beita sér nú fyrir.
3. Að undirbúa og tryggja svo vel sem unnt er þátttöku íslands í ráð-
stefnum, sem haldnar kunna að verða í sambandi við friðarfundinn og íslend-
ingar eiga kost á að taka þátt í.
4. Að hafa náið samstarf í menningar- og félagsmálum við hin Norður-
landaríkin.
|B. Að taka nú þegar upp samningatilraunir við önnur ríki í því skyni að
tryggja Islendingum þátttöku í ráðstefnum, er fjalla um framleiðslu, verzlun
og viðskipti í framtíðinni, til þess þannig að leitast við: