Andvari - 01.06.1966, Blaðsíða 37
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
35
1. Að ná sem beztum samningum um sölu á framleiðsluvörum þjóðarinnar
og sem hagkvæmustum innkaupum.
2. Að fá viðurkenndan rétt íslands til sölu á öllum útflutningsafurðum
landsins, með tilliti til alþjóðlegrar verkaskiptingar á sviði framleiðslu.
3. Að vinna að rýmkun fiskveiðilandhelginnar og friðun á þýðingarmikl-
um uppeldisstöðvum fisks, svo sem Faxaflóa.
Samninganefndir verði svo skipaðar, að stéttum þeim, sem rnest eiga í húfi,
verði tryggt, að hagsmuna þeirra sé vel gætt.
II.
A. Það er meginstefna stjórnarinnar að tryggja það, að allir landsmenn
geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur.
Þessu markmiði leitast stjórnin við að ná m. a. með þessu:
1. Af erlendum gjaldeyri bankanna í Bretlandi og Bandaríkjunum sé jafn-
virði eigi minni en 300 millj. íslenzkra króna sett á sérstakan reikning. Má
eigi ráðstafa þeirn gjaldeyri án samþykkis ríkisstjómarinnar og eingöngu til
kaupa á eftirtöldum framleiðslutækjum:
1. Skip, vélar og efni til skipabygginga o. fl., samtals a. m k. 200 milljónir
króna.
2. Vélar og þess háttar til aukningar og endurbóta á síldarverksmiðjum,
hraðfrystihúsum, niðursuðu, svo og til tunnugerðar, skipasmíða o. fl. — urn 50
milljónir króna.
3. Vélar og þess háttar til áburðarverksmiðju, vinnslu og hagnýtingar
landbúnaðarafurða og jarðyrkjuvélar og efni til rafvirkjana o. fl. um 50 milljónir
króna.
Fært skal milli flokka, ef ríkisstjórnin telur ráðlegt, að fengnum tillögum
nefndar þeirrar, sem um getur í 4. lið hér á eftir. Nefnd sú geri sem fyrst til-
lögur um frekari hagnýtingu erlendra innistæðna svo sem um efniskaup til
bygginga. Almennt byggingarefni, svo sem sement og þess háttar, telst með
venjulegum innflutningi. Efni til skipa, véla og þess háttar, sem smíðað er
innanlands, telst með innflutningi framleiðslutækja.
2. Ríkisvaldið hlutast til um, að slík tæki verði keypt utanlands eða gerð
innanlands svo fljótt sem auðið er.
3. Tæki þessi skulu seld einstaklingum eða félögum og slík félög m. a.
stofnuð af opinberri tilhlutan, ef þörf gerist.
Framleiðslutæki, sem keypt kunna að verða fyrir framlag hins opinbera
að nokkru eða öllu leyti, skulu ekki seld með tapi, nema öll ríkisstjórnin
samþykki eða Alþingi ákveði.