Andvari - 01.06.1966, Page 38
36
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVAKi
4. Ríkisstjórnin skipar nefnd, er geri áætlanir um, hver atvinnutæki þurfi
að útvega landsmönnum til sjávar og sveita, til að forðast, að atvinnuleysi skap-
ist í landinu.
5. Ríkisstjórnin setur nánari reglur um starfssvið nefndarinnar og vald
hennar. Skal það m. a. ákveðið, að nefndin skuli leita fyrir sér um kaup framan-
greindra framleiðslutækja erlendis og smíði þeirra innanlands og hafa milli-
göngu fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og þess óska.
Komi í ljós, að vegna viðskiptareglna annarra þjóða verði talið hagkvæmt
eða nauðsynlegt, að einungis einn aðili fjalli um kaup ofangreindra tækja, svipað
og nú er urn sölu á flestri útflutningsvöru landsmanna, skal ríkisvaldið hafa
alla milligöngu í þessum efnum.
6. Við nýsköpun þá á atvinnulífi þjóðarinnar, er hér hefur verið getið,
skal hafa sérstaka hliðsjón af þeim sölumöguleikum, sem tekst að tryggja íslandi
í heimsviðskiptunum.
Framkvæmdum innanlands í sambandi við öflun þessara framleiðslutækja
skal haga með hliðsjón af atvinnuástandi í landinu, í því skyni, að komið verði
í veg fyrir atvinnuleysi, meðan verið er að útvega hin nýju framleiðslutæki.
Rikisstjórnin mun taka til athugunar, hverjum öðrurn framkvæmdum
ríkisvaldið skuli beita sér fyrir í því skyni að forðast atvinnuleysi.
Fjár til þessara þarfa skal, að svo miklu leyti sem það fæst eigi með skött-
um, aflað með lántökum, e. t. v. skyldulánum. Athugað skal, hvort til greina
komi skylduhluttaka í atvinnutækjum eftir fjáreign.
B. Ríkisstjórnin leggur áherzlu á að tryggja vinnufriðinn í landinu, og
hefur í því skyni aflað sér yfirlýsinga frá stjóm Alþýðusambands íslands og
framkvæmdanefnd Vinnuveitendafélags íslands urn þetta.
C. Ríkisstjórnin hefur, með samþykki nægilegs meiri hluta Alþingis
ákveðið:
1. Að sett verði á þessu þingi launalög, í meginatriðum í samræmi við
fmmvarp það, er 4 alþingismenn, einn úr hverjum þingflokki, nú hafa lagt
fyrir efri deild Alþingis, með breytingum til móts við óskir B. S. R. B.
2. Að samþykkt verði fmmvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi um breyt-
ingu á dýrtíðarlögunum.
' 3. Með því að fjárlagafrumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi, er raun-
verulega með stórkostlegum tekjuhalla og er auk þess þannig úr garði gert,
að ekki verður með nokkru móti hjá því komizt að hækka útgjöld til verklegra
framkvæmda vemlega frá því, sem þar er áætlað, mun stjómin til neydd að
leggja á allháa nýja skatta, þar eð hún telur sér skylt að gera það, sem unnt er,
til að afgreiða hallalaus fjárlög. Verður leitazt við að leggja skattana á þá, er