Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 40

Andvari - 01.06.1966, Page 40
38 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARl Það gerði Ólafi þyngra fyrir, að fimm af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins neituðu að styðja þessa ríkisstjóm og gáfu um það yfirlýsingu, jafnskjótt og Ólafur hafði haldið ræðu sína, og sögðu sig óhundna af þeim samningum, sem um þetta höfðu verið gerðir. Þ. á. m. voru þeir Pétur Ottesen og Jón Sig- urðsson, sem Ólafur hafði manna lengst unnið með og vom aldavinir hans, þó að þetta bæri á milli. Varð þetta til nokkurs fálætis innan flokksins um skeið. Sumir gengu þó til raunverulegs samstarfs við ríkisstjóm og meirihluta flokks áður en langt um leið, aðrir voru stjórninni ætíð andvígir. Ekki leiddi þessi afstaða til varanlegrar þykkju, nema á milli þeirra Gísla Sveinssonar og Ólafs. Gísli hafði einnig verið andvígur þjóðstjórnarmynduninni vorið 1939, og þegar hér var komið, gat ekki dulizt, að þeir Gísli og Ólafur felldu ekki skap saman. Þrátt fyrir þau innanflokks sárindi, sem af sérstöðu fimmmenninganna stöfuðu, mæltist stjómarmyndunin vel fyrir. Mönnum létti við, að Alþingi hafði rétt hlut sinn og reyndist vaxið þeirri höfuðskyldu að sjá þjóðinni fyrir þingræðisstjórn. Enda sneri stjórnin sér af röskleik og myndarskap að því að leysa þau verkefni, sem hún hafði samið um. Mestu máli skipti, að margháttuð atvinnutæki vom útveguð til landsins og þá fyrst og fremst undirbúin endur- nýjun togaraflotans. Skjótlega kom hins vegar í ljós, að erfiðlega mundi ganga að koma sér saman í utanríkismálum. Fyrri hluta árs 1945 bárust boð um það, að ísland gæti orðið eitt af stofnríkjum Sameinuðu þjóðanna, ef það vildi segja öðru hvoru eða báðum, Þýzkalandi eða Japan, stríð á hendur eða a. m. k. lýsa yfir, að stríðs- ástand væri milli þessara ríkja annars eða beggja við ísland. Málið var hinn 25. febrúar borið undir lokaðan fund alþingismanna. Þar fékk yfirlýsing í þessa átt ekki stuðning nema frá málsvömm Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokks- ins, sem töldu sig fylgja skoðun Thors Thors sendiherra í Washington. I fundar- lok var gerð samþykkt, þar sem stríðsyfirlýsingu var efnislega hafnað, og var stofnaðild Islendinga að Sameinuðu þjóðunum þar með úr sögunni. Síðar á sama ári L:"tuðu Bandaríkjamenn eftir samningi um herstöðvar hér til langs tíma. Ólafur Thors tjáði sendiherra þeirra þegar í stað, að slík málaleitan væri hið mesta óráð og til þess löguð að skapa vandræði og tortryggni. Er hún engu síður var formlega fram borin, var henni afdráttarlaust synjað. Á þingi 1946 tókst að afgreiða ýmis stórmál eins og ný lög um almanna- tryggingar og löggjöf um nýtt skólakerfi. Hefur lengi loðað við, að margir hafa haldið, að Biynjólfur Bjarnason hafi látið undirbúa þá löggjöf, en sannleikur- inn er sá, að þeir lagabálkar höfðu verið samdir af nefnd, sem dr. Einar Arn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.