Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 46
44
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
stjómarháttum, og gefst Alþingi þá að sjálfsögðu færi á að kveSa á um traust
sitt eða vantraust á stjóminni. En sú skoðun Sjálfstæðisflokksins er óbreytt, að
úr því honum tókst ekki að ná þinglegum meirihluta við kosningarnar, þá sé
farsælast að koma á sem víðtækustu samstarfi milli áðurgreindra flokka um
stjórn landsins og löggjöf.
AS þessu mun stjórnin vinna, og sjálfur finn ég ástæðu til að taka það
sérstaklega fram, að shkt samstarf er á engan hátt háð forsæti mínu eða þátt-
töku í væntanlegri ríkissjórn."
Þegar hér var komið hafði lengi svo fram farið, að ef efnahagsörðugleika
bar að, vom viðbrögðin þau, að ríkið jók íhlutun sína og hert var á höftum og
hömlum. Sjálfstæðismenn höfðu átt þátt í þessari þróun, að vísu oft sámauðugir,
en ómögulegt hafði reynzt að ná samkomulagi um annað. Nú vildu menn
hverfa af þessari braut og stefna í frjálsræðisátt. VoriÖ 1949 hafði dr. Benjamín
Eiríksson, sem þá var starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington,
komið að máli við Bjarna Benediktsson, þegar hann var staddur vestra. í sam-
tali þeirra varð skjótt ljóst, að skoÖanir þeirra féllu mjög saman. I framhaldi
þessa hafði dr. Benjamín komið til íslands sumarið 1949 og samið álitsgerð um
efnahagsmál fyrir þáverandi ríkisstjóm, þ. e. stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar.
Varð nú úr, að dr. Benjamín skyldi aftur kvaddur til landsins og hann og
prófessor Ólafur Björnsson fengnir til þess að semja tillögur um nauÖsynlegar
efnahagsráðstafanir. Þeir tóku til óspilltra mála, unnu jafnvel sjálfa jóladagana,
og um mánaðamótin janúar—febrúar var tilbúiÖ frumvarp til laga um gengis-
skráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o. fl. Þá var leitað
samkomulags við Alþýðuflokk og Framsóknarflokk um málið, og hófust samn-
ingaviðræður við Framsókn, en þegar hvorki rak né gekk var frumvarpinu
útbýtt á Alþingi hinn 25. febrúar. Sama dag var lögð fram á þingi vantraustsyfir-
lýsing á ríkisstjórnina flutt af hálfu Framsóknar, enda hafði hún í samningavið-
ræðunum talið nauðsynlegt, að jafnframt því, sem samið yrði um framgang frum-
varpsins, væri samið um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Þegar vantrauststillagan kom til umræðu hinn 1. marz var Ólafur Thors
veikur af inflúenzu, en vegna tengsla vantraustsins við meðferð stjórnarfrum-
varpsins þótti ekki fært að fresta umræðunni. Tillagan var samþykkt með 33
atkvæðum gegn 18, þ. e. a. s. öllum atkvæðum gegn atkvæðum Sjálfstæðis-
manna. Ríkisstjóminni var veitt lausn frá störfum hinn 2. marz, en falið að
gegna þeim áfram venju samkvæmt, þangað til ný stjórn yrði mynduð. Til-
raunir til stjómarmyndunar höfðu staðið rnikinn hluta febrúar. Þær höfðu
aðallega strandað á því, að Framsóknarmenn fengust ekki til að semja fyrirfram
um lausn efnahagsmálanna, heldur vildu þeir, að stjómin yrði mynduð í því