Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 57

Andvari - 01.06.1966, Side 57
ANDVARI ÓLAFUR THORS 55 Ég vona, aS nú sem fyrr svífi andi einingar og vináttu yfir vötnunum og að göfugar hugsjónir, samfara raunsæi, marki störf og stefnu fundarins, landi og lýð til blessunar. Með einlægri vinarkveðju til ykkar allra. Ólajur Thors." Ekki þarf að eyÖa orÖum að því, að öllum er okkur það næst skapi að hafa að engu þá ákvörðun Ólafs Thors, sem í þessu bréfi greinir. En sjálfur segir hann, að hún sé óbifanleg, enda verðum við að játa, að hann hefur nú þegar lagt svo mikið af mörkum fyrir flokk okkar, að meira verður ekki krafizt. Hann átti manna mestan hlut að því, að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður með samruna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Frá upphafi hefur hann helgað Sjálfstæðisflokknum starfskrafta sína og verið formaður flokksins frá 1934 fram á þennan dag. Tilvera flokksins og viðgangur er Ólafi Thors fremur að þakka en nokkrum öðrum manni. Þakklæti okkar til hans er þess vegna meira en með orÖum verði lýst. Hann hefur ekki aðeins verið ágætur flokksforingi, heldur varpað ljóma yfir flokkinn sem mikilhæfasti stjómmálamaður sinnar samtíðar á íslandi. Þó að hann hætti að vera formaður, heldur hann áfram að vera aðalmaður Sjálfstæðisflokksins og auðvitað kjósum við hann í miðstjórn nú sem fyrr. Enda vonum við öll, að hann taki aftur við starfi forsætisráðherra um áramótin og að hann eigi óunnin mörg afrek í íslenzkum stjómmálum. Ég veit, að ekki þarf að bera undir atkvæði þá tillögu, að fyrsta verk fundarins verði að senda honum og hans góðu konu innilegar þakkir og ámaðaróskir.“ Þetta var hinn fvrsti og eini Landsfundur, sem háður var meðan Ólafur var á lífi, sem hann sótti ekki. Ætíð ella setti hann sitt svipmót á fundina. Um áhrif hans og athafnir innan Sjálfstæðisflokksins væri ærið efni að rita heila bók. Engin tök eru á að rekja þetta hér umfram það, sem lýst hefur sér í frásögninni hér að framan. Af henni sézt, að Ólafur átti öðru hverju að etja við harðan mál- efnaágreining innan flokksins. En aldrei varð þess vart, að sá ágreiningur næði til fomiennsku hans. Á Landsfundum var hann ætíð kosinn samhljóða — eða svo til — í miðstjórn og síðan sem formaöur í einu hljóði. Þó að Ólafur segði af sér formennsku á Landsfundi 1961, var hann eftir sem áður kosinn í miðstjóm og sat þar til dauðadags. Ólafur tók við stjórnarstörfum aftur í ársbyrjun 1962. En þegar kom fram á árið 1963, urðu þrevtumerki á honum enn á ný augljós, ekki sízt á Landsfundi flokksins þá um vorið fyrir kosningarnar. í kosningahríðinni sjálfri lét Ólafur hins vegar hvergi á sjá. Átti stjórnin og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn góðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.