Andvari - 01.06.1966, Síða 59
ANDVARI
ÓLAFUR THORS
57
hann verða úr ákvörðun sinni og sendi frá sér svohljóSandi tilkynningu 12.
nóvember 1963:
„Lasknar mínir hafa tjáS mér, aS mér sé nauSsynlegt aS taka mér algera
hvíld frá störfum í nokkra mánuSi. Ég get því ekki unniS aS lausn hinna ýmsu
vandamála sem framundan bíSa.
HaustiS 1961 stóð svipaS á fyrir mér. Tók ég mér þá hvíld frá störfum í þrjá
mánuði. Ég tel ekki létt að hafa sama hátt á nú og hef því ákveðið að biðjast
lausnar frá embætti mínu.
Reykjavík, 12. nóv. 1963.
Ólafnr Thors."
Hann sótti síðan um og fékk lausn frá embætti forsætisráðherra hinn 14. nóv-
ember og vildi svo til, aS það var réttu 31 ári eftir að hann fyrst hafði verið skip-
aður til þess að vera ráðherra. Hefur enginn mannsaldur verið atburðaríkari á
íslandi né líldegri til frambúðarheilla.
Skömmu eftir að Ólafur hafði fengið lausn frá embætti hélt hann enn vestur
um haf til Ingibjargar dóttur sinnar. Þar fékk hann nokkum bata og kom heim
aftur að áliðnum vetri. Þrátt fyrir fjarvistir vildi Ólafur fylgjast með því, sem
gerðist í stjómmálum, og kom heim fyrr en ella vegna síns lifandi áhuga á því,
sem var að gerast. Þá um vorið kom hann oftast á flokksfundi og tók þátt í umræð-
um þar, þó að hann vildi ekki að svo stöddu setjast á Alþingi.
Um sumarið sýndist heilsa hans enn fara batnandi, og ætlaði hann þá um
haustið að taka sæti sitt á þingi. Hann stjórnaði sem aldursforseti fyrsta þingfundi
og minntist þá fagurlega frú Dóru Þórhallsdóttur, sem andazt hafði skömmu áður.
Nokkm síðar sat Ólafur fund flokksráðs Sjálfstæðismanna og flutti þar tillögu
til styrktar sínum fyrri félögum í ríkisstjórninni. Örfáum dögum síðar hrakaði
heilsu hans á ný, og kom hann ekki eftir það á mannamót. Hann var þó lengst
af á fótum fram á þriðja jóladag. Þá þyrmdi yfir um veikindin, og var hann
síÖan fluttur á Landakotsspítala, þar sem hann andaöist að morgni hins 31.
desember 1964.
Útför hans var gerð að viðstöddu miklu fjölmenni hinn 5. janúar næstan á
eftir, og flutti séra Bjarni Jónsson prýðilega útfararræðu í Dómkirkjunni.
Bæði andstæðingar Ólafs Thors og stuðningsmenn hans létu svo um mælt,
að þeirn þætti svipminna á íslandi eftir lát hans en áður. Að sjálfsögðu féll Ólafur
mönnum misjafnlega vel í geð. Hann eignaÖist harða andstæðinga, en því fleiri
vini, og þótti flestum þeirra meira til um Ólaf en aðra menn, er þeir höfðu kynnzt.
Ólafur var maður vörpulegur í vexti, í hærra lagi og samsvaraði sér vel. Á
yngri árum var hann dökkur yfirlitum, ætíð með mikið hár, sem gerðist grátt