Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1966, Síða 60

Andvari - 01.06.1966, Síða 60
58 BJARNI BENEDIKTSSON ANDVARI eftir því, sem aldur færðist yfir hann. Hann bar sig ætíð manna bezt, var vel klæddur, á seinni árum með nokkum fyrri tíðar blæ, og duldist engum, aS þar fór höfðingsmaður. í umgengni var Ólafur léttur og kátur, brá oft á glens og gerði að gamni sínu. Heim að sækja var hann manna veitulastur og þá stundum nokkuð „staupastór", eins og Eiríkur frá Hæli komst að orði í gamankvæði. Hins vegar var hann tregur til að sækja veizlur annarra, hvort heldur í heimahúsum eða þar sem meira fjöl- mennis var að vænta. Hann var vanur því að vera hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom, og voru samkvæmi honum því meiri áreynsla en ýmsum öðrum. Til heiÖursmerkja var afstaða Ólafs svipuð og til heimboða. Hann vildi lielzt komast hjá að þiggja þau. Eftir því sem árin færðust yfir hann söfnuðust honum þó fjölmörg virðingarmerki, en vænst hygg ég honum hafi þótt um heiðursgjöf, sem ungir Sjálfstæðismenn færðu honum vegna forystu hans um endurreisn lýðveldisins. Heima fyrir undi Ólafur bezt hversdagslegum lifnaðarháttum. Starf hans var slíkt, að hann átti sjaldnast öruggar næðisstundir. Hann hafði frá æskuárum mikinn áhuga á manntafli og vildi ætíð styðja þá íþrótt. Ekki stundaÖi hann hana þó sjálfur, a. m. k. á seinni helmingi ævinnar. En bridge-maður var hann ágætur, og hafði af fáu meiri ánægju en að spila það við jafnoka sína. A yngri árum hafði Ólafur gaman af að renna fyrir lax í Haffjarðará og brá sér einnig á þeim árum oft á hestbak; átti þá gæðinga og mikla fjörhesta. Fékk hann þá eitt sinn byltu, sem hann mun seint eða ekki hafa náð sér til fulls eftir. Hin síðari ár naut hann löngum veru sinnar austur við Þingvallavatn og hafði það þá til að fara eld- snemma á fætur til þess að vera úti á vatninu við sólarupprás. Annars fór mikill hluti af tíma Ólafs heima fyrir í símtöl. Hann var um sumt óformlegur í starfsháttum og hirti ekki ætíð um að kalla lögskipaða aðila til samráðs á formlegum fundum, né að láta menn ná í sig á fyrirfram bundnum tíma á starfsstofu. Enda vildu fundahöld undir stjórn Ólafs á stundum verða helzt til langvinn af hví, að hann lét gamminn geisa. En því tregari sem hann var til reglulegra fundahalda, því ólatari var hann til samráðs í síma við þá, sem hann tók mark á. Því að það er hinn mesti misskilningur, sem Ólafi var öðru hvoru brugðið um, að hann væri maður fljótráður úr hófi. Hann var að vísu allra manna fljót- astur að átta sig, skildi skjótlega kjama hvers máls, en vissi vel, að það hefur margar hliðar. Þess vegna mat hann rnikils að geta ráðgazt við aðra og tók sjaldan ákvarðanir nema að mjög vel athuguðu máli. Hins vegar hafði Ólafur það til, að vera nokkuð stórorður og fullyrðinga- samur. Það átti rætur í tilfinningahita, sem gerði hann með áhrifaríkustu ræðu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.