Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 62
60
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARl
Sízt af öllu kærði hann sig um að eiga jábræður í kringum sig, en mat samt
ósjálfrátt meira þá, sem honum fylgdu, en hina, er andsnúnir voru. En á engum
vildi hann níðast og var allra manna sáttfúsastur, þegar hann taldi heilindum
að mæta. Annað mál er, að hann kunni líka að gjalda lausung við lygi.
Fátt gramdist Ólafi meira en þegar talað var um stjómmálamenn með óvirð-
ingu. Hann vildi aldrei viðurkenna, að þeir væm nokkur sérstök manntegund.
Hvað sem um það er, þá sýndi Ólafur í verki, að sá, sem tekið hefur að sér for-
ystu, verður oft að gera fleira en gott þykir, og tjáir ekki að skorast undan þeim
vanda, sem vegsemdinni fylgir. í stjórnmálum verður sjaldan miklu áorkað
nema til þess sé unnið og í sölurnar lagt það, sem þarf til að ná settu marki.
Ólafur Thors, ævi hans og athafnir, verða lengi í minnum manna hér á
landi. Af honum verða margar sögur sagðar og um það rætt hverja þýðing hann
hafi haft fyrir hina íslenzku þjóð. Um þetta sýnist mér enn hið sama og við
Valtýr Stefánsson komum okkur saman um fyrir meira en aldarfjórðungi. Við
ræddum þá um hverjum við ættum að fylgja í hörðum innanflokks-deilum. Báðir
ákváðum við að fylgja Ólafi af því að við töldum það einstaka gæfu, ekki einung-
is fyrir flokk okkar heldur alla íslenzku þjóðina, að slíkur maður skyldi hafa
valizt til forystu. Sú gæfa var að okkar viti fólgin í því, að úr hópi helztu fram-
kvæmdamanna landsins skyldi — með fullu trausti þeirra — koma maður svo
víðsýnn, frjálshuga og skilningsgóður á hag hinna lakar settu og einbeittur í að
bæta kjör þeirra sem Ólafur Thors.