Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 66

Andvari - 01.06.1966, Side 66
64 STEFÁN JÚLfUSSON ANDVARI stærsta pinkilinn, skálmar að húsdyrunum og skundar inn. Hann bíður móður sinnar í eldhúsinu, stendur vígabarðalegur á rniðju gólfi, hár og beinaber krangi á breytingaraldri, hendur djúpt í vösunum á þröngum nankinsbuxum. Nú segi ég stopp, segir hann hávær, röddin í mútum, svo að skreppur fyrir. Ég læt ekki lengur fara með mig eins og smábarn, ég er þó að verða fimmtán ára. Móðirin lætur pinklana einn af öðrum á eldhúsborðið, hneppir frá sér kápunni og snýr sér að syni sínum. Þú gegnir mér, Hallmundur, segir hún hart og kalt, — fimmtán ára eða fimmtán ára ekki, þú ferð ekki fet upp á þakið. Já, en af hverju, mamma? Af því að þú getur dottið niður og hálsbrotið þig, hrópar móðirin æst, snarar sér úr kápunni og arkar með hana fram í ganginn til að hengja hana upp. Skilurðu það ekki, barn? æpir hún yfir öxl sér. Ég er ekkert barn! hrópar pilturinn og stappar niður fæti. Hvenær ætlarðu að fara að skilja það? Þú ættir heldur að hugsa um bækurnar þínar, drengur rninn, segir móðirin um leið og hún kemur inn í eldhúsið aftur og fer að sýsla í skápum. Pilturinn lítur hörkulega á móður sína. Það er laugardagur í dag, segir hann. Það er líka komið vor og skólinn bráðum búinn. — Mig langar að mála þakið. Þú ferð ekkert að gandríðast upp á þak og fara þér að voða, segir móðirin. Hvað á ég að segja þér það oft? Ég hélt líka það væri meiri ástæða fyrir þig að líta í bækumar, þegar komið er að prófi. Þú veizt að þetta er þýðingarmikið próf fyrir þig vegna námsins í framtíðinni. Pilturinn lítur lengi á móður sína, í svipnum sambland þráa og ögrunar. Svo gengur hann þegjandi fram hjá henni til dyra. Hún 'hleypur í veg fyrir hann og ýtir honum aftur inn á gólfið. Hann lætur kyrrt liggja, þybbast ekki við, heldur höndum enn djúpt í vösum. Þú getur þagað og þumbazt, en þú skalt nú samt læra. Það er bezt við tölum hreint út um það í eitt skipti fyrir öll, segir móðirin og geisar. Pilturinn hopar út að glugganum, samanbitinn á svip. Móðirin styður hönd- urn á mjaðmir. Þú skalt læra, heyrirðu það! hvæsir hún milli tannanna. Augu piltsins hvarfla til og frá, milli lofts og gólfs, en staðnæmast aldrei á konunni, ekki freniur en hún sé hvergi nálæg. Heyrirðu það! Hún hækkar sig enn. Ég heyri, segir pilturinn loks. En ég anza þessu ekki. Það þýðir ekki alltaf að vera að staglast á þessum lærdómi. Þú veizt ég er ekki fær um að fara í langt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.