Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 74

Andvari - 01.06.1966, Qupperneq 74
SVERRIR KRISTJÁNSSON: Blóð og járn fyrir einni öld i. Horfib ríki og horfið land Hinn þriðja dag júlímánaðar fyrir hundrað árum, stóðu herir tveggja þýzlcra ríkja, Prússlands og Austurríkis, and- spænis hvor öðrum hjá bænum König- gratz við Saxelfi í Bæheimi norðanverð- um. Þegar dagur var að kveldi kominn var auðsætt, að Prússar höfðu unnið mikinn sigur, austurríski herinn lét undan síga og hafði misst nærri 45 þúsundir manna fallinna og særða, en manntjón Prússa var aðeins níu þúsundir. Öll Evrópa vakn- aði við vondan draum, er tíðindi bárust um úrslit orrustunnar, enginn hafði búizt við svo skjótum sigri prússneskra vopna. En öllum var ljóst, að hér höfðu gerzt þau tíðindi, er mundu draga mikinn slóða á eftir sér, og við sem getum virt þessa við- burði fyrir okkur frá sjónarhóli heillar aldar, vitum, að Königgrátzorrustan olli aldahvörfum í sögu Evrópu. Þessi orrusta táknaði lok langrar þróunar og upphaf að nýju skeiði í sögu álfu vorrar, þátta- skilaviðburður í orðsins fyllstu merkingu. En í þrengri merkingu var Königgrátz- orrustan áfangi í pólitískri áætlun manns, sem ber hæst í stjórnmálasögu Evrópu á síðari hluta 19. aldar, Otto von Bismarcks. Hinn 23. september 1862 skipaði Vil- hjálmur I. Prússakonungur Otto von Bis- marck í embætti forsætisráðherra. Hann var varla fimmtugur að aldri þegar hann tók við embætti, sem gerði hann að valda- mesta stjórnmálamanni álfunnar. Elann var risi að vexti og vel á sig kominn, höf- uðið rnikið, röddin mjó, í undarlegu mis- rærni við líkamlegt útlit hans. Þannig birtist hann þingmönnum i fulltrúadeild prússneska þingsins, sem um þessar mund- ir áttu í harðri glímu við konungsvaldið í Prússlandi. Andlitssvipur hins nýja for- sætisráðherra bar vott um stolt og þótta hins prússneska aðalsmanns, sem kyn- slóðum saman aftur í gráar miðaldir hafði vanizt því að drottna yfir ánauðugum bændum og vinnumönnum á höfuðbólum sínum og temja þá til aga í herþjónustu. Hann virtist hvorki bera ótta né virðingu fyrir hinum borgaralegu lögfræðingum, sem mest bar á í flokki hinnar hávaða- sömu stjórnarandstöðu í prússneska þing- inu. Einni viku eftir að Bismarck var skip- aður forsætisráðherra mætti hann á fundi í fjárlaganefnd prússneska þingsins. Ræð- ur manna í þingnefndum voru ekki hrað- ritaðar og því vita menn ekki með algerri vissu ummæli Bismarcks, en þingmenn- irnir báru þau í blöðin samdægurs. Sam- kvæmt þeim fórust honum orð á þessa lund: „Þýzkaland horfir ekki vonaraug- um á frjálslyndi Prússlands, heldur mátt- þess. . . . Landamæri Prússlands eru ekki heppileg heilbrigðri ríkistilveru." í fram- haldi þessa mælti hann síðan þau orð, sem fræg urðu og fleyg um allt Þýzkaland og Evrópu á samri stundu og urðu upphaf að því viðurnefni, er Bismarck hefur æ síðan borið í sögunni: járnkanslarinn. Hann sagði: „Idin rniklu vandamál tím-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.