Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1966, Side 81

Andvari - 01.06.1966, Side 81
ANDVARI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 79 hans brytjuðu Pólland í sundur í samráði við Austurríki og Rússland. Nokkru fyrir aldamótin 1800 eftir dauða Friðriks mikla var Prússland orðið að hálfu leyti slaf- neskt ríki að þjóðerni. En þótt Prússland væri orðið mikið að vallarsýn reyndist það svo fúið að öllum innviðum, að það féll í raun og veru við fyrsta högg, þegar herir Napóleons, æfðir í herstjórn og tækni byltingarinnar, mættu Prússaher á hösl- uðum velli. En það var ekki fyrst og fremst prússneski herinn sem beið ósigur hjá Jena. Það var hið prússneska þjóðfélag, það einræðisvald junkaranna í þjóðlífi, atvinnuháttum og her, er beið lægra hlut. Á næstu árúm eftir orrustuna hjá Jena er Prússland sleikti sár sín eftir ófarirnar, en þýzkir og prússneskir föðurlandsvinir bjuggu sig undir lokahríðina við hinn mikla Korsíkumann, þá var þeim það ljóst, að framtíð Prússlands væri undir því komin, að þjóðfélagsskipan þessyrði breytt frá grunni. Einn af ráðgjöfum Prússa- konungs, von Hardenberg, sagði það sín- um herra afdráttarlaust, að þær þjóðfélags- breytingar, sem gerðar hefðu verið með byltingu á Frakklandi, yrði að gera ofan frá í Prússlandi. Það varð að steypa ein- ræðisvaldi hins prússneska junkaraaðals og gefa prússneskum þegnum það jafn- rétti, sem mannréttindaskrá frönsku bylt- ingarinnar hafði skrifað á herkumbl sín. Hin þjóðlega vakning sem fór um allt Þýzkaland á árunum 1806—1815, er veldi Napóleons var steypt, hafði tendrað þá von, að nú mundi Þýzkaland loks verða sameiginlegt föðurland allra þeirra, er mæltu á þýzka tungu. Prússakonungur hafði gefið þegnum sinum skriflegt lof- orð um stjómarskrá og heitið öllu fögru um sameiginlegt föðurland allra Þjóð- verja. Loforð sem menn gefa í háska staddir vilja oft gleymast. Og svo fór hér. Á Vínarfundinum 1815 var Þýzka ríkja- bandalagið stofnað, skipað 38 fullvalda ríkjum. Þing þessa bandalags sat í Frank- furt am Main, en það var ekki skipað þjóðkjörnum fulltrúum heldur sendi- mönnum 38 ríkisstjórna. Ennþá hafði Þýzkaland ekki náð því pólitíska þróunar- stigi, er Frakkland hafði verið á 1789. En þó var mikill munur á skipan Þýzka- lands 1815 og verið hafði áður en gall- íski haninn gól inn nýjan dag. Þýzka ríkjabandalagið var allt önnur stofnun en hið pólitíska geðveikrahæli Hins heil- aga rómverska ríkis þýzkrar þjóðar, er 300 fullvaldar höfðu drottnað yfir sauðar- legri og drottinhollri þýzkri þjóð. En umskiptin höfðu ekki orðið fyrir atfylgi þýzku þjóðarinnar nema að litlu leyti. Byltingin franska og Napóleon höfðu lagt fram drýgsta skerfinn til að sameina Þýzkaland. Þetta mætti með nokkrum rétti kalla söguleg örlög. Þýzka ríkjabanda- lagið átti fyrir sér um hálfrar aldar sögu, en í orrustunni hjá Königgrátz veitti Bis- marck því banasár. II. Andvana bylting Þegar leið að haustnóttum ársins 1814 varð mikil för manna frá öllum lands- hornum álfunnar og stefndu allir að sama punkti: Vínarborg. Sjaldan hafði þetta glæsilega keisarasetur hýst svo marga tigna menn í annan tíma. Hin aðal- borna yfirstétt Evrópu hafði mælt sér þar mót til að ráða ráðum sínum, en hlut- laus áhorfandi hefði við fyrstu sýn mátt ætla að hér hefðu menn einkum komið til skemmtunar sér, enda var dansinn settlega stiginn í Vínarborg hina næstu mánuði. Þar mátti sjá tvo keisara og fjóra krýnda konunga, stórhertoga og hertoga, diplómata allra evrópskra ríkja, sendinefndir þýzkra smáfursta, geistlegra og veraldlegra, sem misst höfðu völd og ríki og héldu engu eftir nema fornum titlum. Því að í Vínarborg átti að leiða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.