Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1966, Page 85

Andvari - 01.06.1966, Page 85
ANDVARI BLÓÐ OG JÁRN FYRIR EINNI ÖLD 83 samfelld landsvæði: norðurþýzk ríki, svo sem Hannover, Braunschweig og Hessen- Kassel fleyguðu sig inn í yfirráðasvæði þess og skildu í sundur austur- og vestur- héruð þess. Hin prússnesku lönd voru ákaflega sundurleit að atvinnu- og félagsháttum. Rínarhéruð Prússlands höfðu lotið franskri stjórn á dögum bylt- ingarinnar og Napóleons. Þar höfðu bændur verið leystir úr ánauð og Rínarbúar bjuggu við franskt réttarfar. Lögbók byltingarinnar, sem raunar bar nafn Napóleons, höfðu frönsku herirnir bókstaflega borið til Rínarlanda á byssu- stingjunum og fyrir þá sök bjuggu þau við nýtízkulégasta og fullkomnasta réttarfar Evrópu, aðhæft lífsháttum borg- aralegs þjóðfélags. f skjóli hafnbannsins, sem 'Napóleon lagði á Bretland, var í Rínarlöndum risin upp auðug borgara- stétt, er hafði skapað mikinn iðnað og safnað miklu fé í verzlun og bankastarf- semi. Það var ekki að ófyrirsynju, að borg- arar Rínarhéraða höfðu það að viðkvæði á þessum árum, að þeir hefðu gifzt inn í fátæka fjölskyldu þar sem Prússland var, en megin þess var að finna í hinum snauðari löndum í austri. í héruðum Prússlands austan Saxelfar skipti mjög um svip. Þar ríkti allt annað þjóðfélag, þar var allur annar félagslegur heimur. Junkarastéttin, hinir aðalbornu prússnesku gósseigendur, lifðu þar enn í almætti sínu. Borgarastétt þessara hér- aða var beygð og umkomulítil eftir alda- gamalt ofríki konungsvalds og aðals. Frá því um miðja 17. öld höfðu bændurnir á þessum slóðum verið eign aðalsmanna. En þegar prússneska junkararíkið hrundi í rústir fyrir hinum þunghenta franska keisara árið 1806, fengu umbótasinnaðir ráðgjafar Prússakonungs komið því til leiðar, að bændum var veitt persónulegt frelsi, en öllum þegnum án manngreinar- álits leyft að kaupa og selja jarðir. Um aldir höfðu prússnesku junkararnir rekið höfuðból sin, riddaragóssin öðru nafni, með vinnuafli ánauðugra bænda. Nú var þessari aðalbornu jarðeigendastétt mikill vandi á höndum: hvernig átti að reka höfuðbólin, er bændur voru orðnir frjálsir rnenn, lausir við átthagafjöturinn og gátu farið hvert á land sem vildi. En það kom brátt í Ijós, að prússnesku junkararnir voru engin lömb að leika sér við, þegar hagsmunir þeirra voru í hættu. Með því gamalgróna valdi, er þeir höfðu á ríkinu, fengu þeir breytt afléttingu bændaánauð- arinnar í stórkostlegt gróðafyrirtæki sér til handa. Bændurnir urðu að framselja junkurunum þriðjung og stundum helm- ing þeirra jarða, er þeir höfðu áður setið og að auki að greiða þeim stórfé, sem skipti milljónum dala, í bætur fyrir að losna undan fornum álögum og kvöðum, sem hvílt höfðu á bændajörðinni frá ómuna- tíð. Þegar gengið hafði verið að fullu frá jarðaafsali og bótagreiðslum um miðja 19. öld, þá var svo komið, að riddaragóssin höfðu stækkað að miklum mun, og óaðal- bornum stórbændum fjölgað nokkuð, en að meginhluta voru prússneskir bændur orðnir jarðnæðislausir vinnumenn, hús- menn og kotungar, sem fengu ekki dregið fram lífið nema að vinna á riddaragóss- unum fyrir lítið verð. Með þessum hætti fengu junkaramir grundvallað efnahags- legt vald sitt í sveitabyggðum Prússlands; allt fram á þessa öld hafa þær borið fanga- mark hinna riddaralegu höfuðbóla, lifað af kreppur og stríð, unz veldi þeirra var loks hrundið við lok hinnar síðari heims- styrjaldar. 1 sama mund og jarðeigendaaðallinn festi sig í sessi á landsbyggðinni hélt hann enn sem fyrr völdum og áhrifum í prúss- neska hemum. Þar var ekki til sá hers- höfðingi, að hann væri ekki aðalborinn junkari og langsamlega flestir liðsforingjar af lægri gráðum vom af sömu stigum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.